Leita í fréttum mbl.is

Blađamađur fjallar um óleysanlega úlfakreppu evrusvćđisins

ulfakreppaSem fyrr standa jađarríkin í Evrópu frammi fyrir nánast óleysanlegri úlfakreppu. Ađ óbreyttu geta ţau ađeins vonast eftir ţví ađ fyrir einhverjar ótrúlegar sakir ţá muni hagvöxtur fara ađ taka viđ sér og atvinnuleysi dragist saman. Ekkert bendir ţó til slíkrar ţróunar í fyrirsjáanlegri framtíđ. Evrukreppunni er ekki ađ linna. Hún er ađeins ađ dýpka.  
 

Ofangreint kemur fram í pistli Harđar Ćgissonar, blađamanns á Morgunblađinu, en hann hefur á undanförnum árum skrifađ um viđskipti og efnahagsmál af talsverđri vandvirkni og ţekkingu. Pistill hans í dag sem er í greinaflokknum Sokkinn kostnađur og er birtur á síđu 12 í viđskiptahluta Morgunblađsins. Pistillinn er hér birtur í heild sinni:


Hagkerfi evrusvćđisins hefur dregist saman á hverjum ársfjórđungi frá ţví í árslok 2011. Á fyrstu ţremur mánuđum ţessa árs nam samdrátturinn á međal ađildarríkjanna sautján 0,6%. Ţađ er jafn mikill samdráttur og mćldist á síđasta ársfjórđungi liđins árs. Stađan er jafnvel enn dekkri ţegar litiđ er til ţróunar atvinnuleysis innan myntbandalagsins. Í mars mćldist fjöldi atvinnulausra yfir 20 milljónir manns - 12,1% af fjölda vinnubćrra manna - og hefur aldrei veriđ meiri frá stofnun myntbandalagsins.

 

Viđ ţessar ađstćđur ţarf ekki ađ undra ađ Evrópski seđlabankinn hafi loks ákveđiđ ađ lćkka stýrivexti í síđustu viku í fyrsta skipti í tíu mánuđi - úr 0,75% í 0,5%. Vaxtalćkkunin var viđbúin í ljósi ţess ađ verđbólga mćlist lítill sem engin um ţessar mundir og hagvísar gefa til kynna ađ mjög sé fariđ ađ hćgja á allri framleiđslu á evrusvćđinu. Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seđlabankans, segist ekki útiloka frekari vaxtalćkkanir á nćstunni.

 

 

Ólík vaxtakjör

Miklu meira ţarf hins vegar ađ koma til. Ţrátt fyrir ađ vaxtalćkkanir muni hjálpa ađţrengdum fjármálastofnunum í jađarríkjunum, sem hafa ţurft ađ reiđa sig á opinbera fjármögnun í gegnum Evrópska seđlabankann, ţá munu slíkar ađgerđir einar og sér hafa lítil áhrif á hagvaxtahorfur í verst stöddu evruríkjunum. Margir greinendur hafa kallađ eftir rótttćkari og sértćkari ađgerđum til ađ örva lánveitingar til minni og međalstórra fyrirtćkja á evrusvćđinu. Vextir á skammtímalánum til slíkra fyrirtćkja í jađarríkjunum eru núna um helmingi hćrri - um 6% á láni undir milljón evrur til 1-5 ára - en í Frakklandi og Ţýskalandi. Algjör straumhvörf hafa orđiđ í ţessum efnum á umliđnum árum en allt fram til ársloka 2010 voru vextir nánast ţeir hinir sömu innan allra evruríkjanna.  

 

Ţeir sem höfđu vćntingar um ađ stefnubreytinga vćri ađ vćnta varđandi möguleg bein uppkaup Evrópska seđlabankans á ríkisskuldabréfum jađarríkjanna urđu fyrir vonbrigđum. Draghi undirstrikađi ađ slíkt kćmi ekki til greina og ţađ vćri undir stjórnvöldum komiđ ađ leysa fjárhagsvandrćđi sín međ kerfislćgum umbótum og ráđdeild í ríkisrekstri.  

 

Óleysanleg úlfakreppa?

Slík stefna gćti hugsanlega gengiđ ef öll ríki á evrusvćđinu vćru ekki samtímis ađ draga saman ríkisútgjöld. Ţrátt fyrir ađ stađa Ţýskalands sé međ ţeim hćtti ađ talsvert svigrúm sé fyrir hendi til ađ grípa til ađgerđa til ađ auka ríkisútgjöld og örva innlenda eftirspurn, sem myndi um leiđ sporna viđ samdráttarskeiđi verst stöddu evruríkjanna, ţá eru engar vísbendingar um ađ ráđamenn í Berlín séu sömu skođunar. Öđru nćr. Sú skođun er ríkjandi á međal ţýskra stefnusmiđa ađ viđ stjórn efnahagsmála sé rétt ađ fylgja sömu lögmálum og gilda um heimilisrekstur. Ekkert gćti hins vegar veriđ jafn fjarri lagi.  

 

Enn sem fyrr standa jađarríkin ţví frammi fyrir nánast óleysanlegri úlfakreppu. Ađ óbreyttu geta ţau ađeins vonast eftir ţví ađ fyrir einhverjar ótrúlegar sakir ţá muni hagvöxtur fara ađ taka viđ sér, atvinnuleysi dragist saman, skatttekjur aukist og skuldir ríkisins, sem hlutfall af landsframleiđslu, fari um leiđ minnkandi. Ekkert bendir ţó til slíkrar ţróunar í fyrirsjáanlegri framtíđ. Evrukreppunni er ekki ađ linna. Hún er ađeins ađ dýpka.         

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 2439
  • Frá upphafi: 1165067

Annađ

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2075
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband