Leita í fréttum mbl.is

Fátækir Grikkir borga fyrir lúxus í Hörpu

Íslendingum er boðið á ókeypis tónleika ungra evrópskra listamanna í Hörpu á morgun. Tónleikarnir eru m.a. í boði Grikkja, Kýpurbúa og annarra ESB-þjóða sem nú eiga um sárt að binda, en ESB hefur tekið af sameiginlegum verðmætum Evrópubúa til að leggja í Evrópustofu sem kostar þessa tónleika.

Unga tónlistarfólkið sem kemur fram er án alls vafa mjög fært á sínu sviði og leikur án efa tónlist sem unun er á að hlýða. Það er við hæfi að flutt verði tónlist eftir Richard Wagner, auk þess sem fluttur verður Óður Beethovens til gleðinnar, sem Evrópustofa segir að sé einkennislag Evrópusambandsins!

Á meðan hlustað er á þessa frábæru tónlist eru svo tónleikagestir beðnir um að láta hugann reika til þeirra Evrópubúa sem nú eiga um sárt að binda vegna smíðagalla ESB og evrunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi fá fátækar íslenzkar fjölskyldur allt sem safnast, síðast þegar ég las þá er Ísland talið sem evrópst land og á þess vegna á skilið að fá allt sem safnast.

Grískir og kýpverskir fátæklingar eiga ekkert frekar skilið að fá það sem safnast frekar en íslenzkir fátæklingar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.5.2013 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 178
  • Sl. sólarhring: 307
  • Sl. viku: 1956
  • Frá upphafi: 1183159

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 1717
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband