Leita í fréttum mbl.is

Má segja sannleikann um Spán?

Aðstoðarritstjóri Daily Telegraph, Jeremy Warner, hefur verið hundskammaður fyrir að lesa á milli línanna í skýrslu AGS um Spán, en hann segir að spænski ríkissjóðurinn og spænskir bankar muni innan tíðar þurfa á raunverulegri björgunaraðgerð að halda frá bæði AGS, ESB og SE (Seðlabanka Evrópu) þar sem þeir muni ekki geta staðið í skilum með sitt.

Evrópuvaktin fjallar um þetta í dag.

Ábyrgir fjölmiðlar eru í erfiðri stöðu. Þeir þurfa að segja sannleikann eins og hann blasir við. Frásagnir af erfiðri fjárhagsstöðu banka og ríkja geta hins vegar aukið á erfiðleikana.

Túlkun Warners á efni AGS um Spán kemur þó ekkert sérstaklega á óvart í ljósi þess sem hefur verið að gerast. ESB og SE hafa þó í lengstu lög viljað koma í veg fyrir að Spánn væri settur í formlega björgunaráætlun, þótt bankar þar hafi notið aðstoðar, þar sem Spánn er eitt stærsta hagkerfið í Evrópu. Það er ekki víst að björgunarsjóðir ESB næðu að halda bæði Spáni og Ítalíu á floti ef evrusóttin breiðist frekar út. Þess vegna hefur björgunin á Spáni verið skírð öðrum og vægari nöfnum en notuð hafa verið yfir björgunaðgerðir á Grikkland, Kýpur og víðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...ef evrusóttin breiðist frekar út".

Á Evrusvæðinu nota ólík og missamkeppnishæf sama gjaldmiðil án þess að millifærslukerfi eða annað fyrirkomulag til að fást við ójöfnuð í viðskiptum sé til staðar.

Það er ekkert "ef".

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 17:28

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Samkvæmt skýrslu AGS er Spánn gjaldþrota.  Skuldaaukningin er stjórnlaus, enda hvernig halda menn, að ríki standist 25 % atvinnuleysi og ósamkeppnihæfan útflutning ?  Hvernig brugðizt verður við er hins vegar óljóst.  Spánn er ósambærilegur við Írland eða Grikkland.  Þess vegna verður e.t.v. ekki mikið um stuðningsaðgerðir.  Gjaldþrot Spánar getur hins vegar orðið banabiti hinnar bráðfeigu evru.

Bjarni Jónsson, 12.5.2013 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 192
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 1970
  • Frá upphafi: 1183173

Annað

  • Innlit í dag: 166
  • Innlit sl. viku: 1728
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband