Sunnudagur, 12. maí 2013
Það er della að hafa þjóðaratkvæði um framhald viðræðna við ESB
Þjóðaratkvæðagreiðslur eru góðar til síns brúks, en ofnotkun á þeim þjónar engum tilgangi. Það er t.d. algjör óþarfi fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að láta kjósa um framhald viðræðna við ESB ef flokkarnir ná saman um stjórnarmyndun.
Ætli flokkarnir að láta kjósa um framhald viðræðna eru þeir komnir í sömu afkáralegu stöðuna og Vinstri grænir voru þegar þeir samþykktu umsókn um aðild að ESB þótt þeir væru móti aðild.
Þegar stefna flokkanna er skoðuð, þ.e. annars vegar landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og hins vegar flokksþingssamþykkt Framsóknarflokksins, er alveg kristaltært að það er ekki vilji æðstu stofnana flokkanna, ef þeir ná saman um stjórnarmyndun, að það þurfi þá að kjósa um framhald viðræðna um aðild að ESB. Þegar samþykktirnar eru skoðaðar er það hreint út sagt tóm vitleysa ef flokkarnir ætla að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður.
Rétt er hér að taka fram að Heimssýn hefur ekki ályktað um þessi mál nýlega og það sem hér er til umfjöllunar er fyrst og fremst eins konar greining á því sem fram hefur komið.
Lesendur geta sjálfir sannfærst um þetta með því að lesa samþykktirnar, og eru þeir eindregið hvattir til þess. Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins segir: Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í flokksþingssamþykkt Framsóknarflokksins segir: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þegar þessi texti er skoðaður er alveg ljóst að flokkarnir vilja ekki að Ísland gerist aðili að ESB og að þeir vilja hætta aðildar(aðlögunar)viðræðum. Jafnframt er alveg ljóst að setningin um þjóðaratkvæðagreiðslu er þannig orðuð að þá aðeins að það eigi að halda viðræðum áfram þá verði að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla.
Nái flokkarnir tveir saman er hins vegar ekkert sem knýr á um að viðræðum verði haldið áfram. Þess vegna væri það algjör vitleysa ef flokkarnir ætla að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Einhverra hluta vegna virðast sumir stuðningsmenn flokkanna hafa dregið þá ályktun að ekki verði hjá því komist að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna, en að ofansögðu ætti að vera ljóst að slíkt er alvarleg hugsanavilla.
Í þessu samhengi má minna á að ýmsir fræðimenn hafa varað við ofnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslum, og að þær séu oft síður en svo heppilegt tæki til að leysa úr alvaralegum ágreiningsefnum.
Hér skal þó ekki lagt endanlegt mat á gagnsemi þjóðaratkvæðagreiðslna, en af ofansögðu ætti að vera ljóst að ef Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná saman um stjórnarmyndun er það algjörlega út í hött að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna vegna þess að þessir flokkar vilja ekki áframhaldandi viðræður og því væri það algjör della að stuðla að því að þeim verði haldið áfram. Falli flokkarnir í þá gryfju, vegna óljósar og illa skilgreindrar lýðræðisástar, þá væru þeir komnir í nákvæmlega sömu stöðu og Vinstri grænir voru í þegar þeir samþykktu að sækja um aðild að ESB þótt þeir væru á móti aðild.
Nýjustu færslur
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 124
- Sl. sólarhring: 316
- Sl. viku: 2481
- Frá upphafi: 1165398
Annað
- Innlit í dag: 106
- Innlit sl. viku: 2132
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dæmigert fjórflokks ofbeldi væri að leyfa fólki ekki að kjósa um þetta þverpólitíska deilumál. Vonandi hafa Bjarni og Sigmundur þroska og þor til þess að breyta þeim vinnubrögðum.
Heimsýn setur ofan fyrir svona valdapóltík sem er af sama meiði og fáeinir ESB sinnar beittu í sínu bjölluati.
Jón G (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 13:11
Það skal ítrekað að það er eingöngu verið að skoða stefnu flokkanna og hið röklega samhengi hlutanna.
Heimssýn, 12.5.2013 kl. 13:22
Hið rökrétta er að fjórflokkurinn svíkur stefnuskrá sína og kosningaloforð.
Það er þröngsýni að hætti ESB að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Jón G (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 13:29
Jón G ,,fjórflokkurinn,,hvað,? Þetta er orðið þreytt samnafn yfir gömlu flokkana,,þeir,, hverjir svíkja.? Veit ekki betur en svikin kosninga loforð hafi VG.drýgt eða sá hluti sem ræður í fráfarandi stjórn. Það er krafa okkar sem aldrei voru spurð, hvort vildum innlimast í Evrópusambandið,að draga umsóknina til baka. Við eigum siðferðilega heimtingu á því.
Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2013 kl. 00:51
Fjórflokkurinn og vinnubrögð hans eru sannarleg þreytt. Eitt af því sem hann vill ekki er þjóðaratkvæðagreiðslur t.d. vegna umsóknar um inngöngu í ESB eða hvort hætta eigi við. Tími til kominn að kveðja þessi vinnubrögð valdbeitingar og úreltrar hugsunar um "siðferðilega heimtingu á því" að farið sé eftir mínum kröfum.
Jón G (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.