Leita í fréttum mbl.is

Viðvarandi efnahagslægð á evrusvæðinu

Erlendum fjölmiðlum er tíðrætt um viðvarandi lægð í efnahag evruríkjanna. Ástæðan fyrir lægðinni er ekki hvað síst evran sjálf þótt fleira komi til. Æ fleiri evruríki hafa nú lent í kreppu eins og hún er almennt skilgreind.

Þannig greinir Financial Times frá því í dag að evrublökkin (eru farnir að nota sama tungutak um evrusvæðið og um Austurblökkina á sínum tíma) búi nú við lengstu efnahagslægð frá því evran var innleidd, og að atvinnuleysi sé nú í hæstu hæðum. Landsframleiðsla svæðisins dróst saman um 0,2% á fyrsta ársfjórðungi, en það vekur þó sérstaka athygli að þróunin í Frakklandi og Þýskalandi er á ólíkan veg, en Þýskaland er hið eina af stóru ríkjunum þar sem var hagvöxtur í upphafi árs eftir nokkurn samdrátt í lok síðasta árs.

Það kemur svo sem ekki á óvart miðað við þessa þróun að þrátt fyrir mikil inngrip Seðlabanka Evrópu í fjármál bankanna þá hefur gengi evrunnar látið undan síga. En það er í sjálfu sér líka ágætt fyrir þau lönd á evrusvæðinu sem eiga um sárt að binda. Þau þurfa á gengislækkuninni að halda.

 

Chart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 487
  • Sl. sólarhring: 522
  • Sl. viku: 2844
  • Frá upphafi: 1165761

Annað

  • Innlit í dag: 435
  • Innlit sl. viku: 2461
  • Gestir í dag: 410
  • IP-tölur í dag: 406

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband