Leita í fréttum mbl.is

Níu af sautján evrulöndum eiga í kreppu

Nýjustu tölur sýna ađ hagkerfi evrusvćđisins hefur dregist stöđugt saman síđasta eitt og hálft ár, og níu af sautján Evrulöndum eru í kreppu, ţar af er eitt landanna Frakkland.

Ţetta kemur fram á visir.is

Ţar kemur ennfremur fram ţetta:

Ţýskaland og Frakkland, stćrstu hagkerfi evrusvćđisins, viđurkenna ađ samstarf ţeirra sé lykillinn ađ ţví ađ ráđa fram úr erfiđri stöđu evrulandanna. Ráđamenn eru enn ósammála um forgangsröđun verkefna.

Forseti Frakklands, François Hollande, vill ađ öll sautján ríki evrusvćđisins samţćtti skuldir sínar og vill leyfa hagkerfinu ađ blómstra, án ţess ađ ráđist sé í niđurgreiđslu skulda af hálfu stjórnvalda, sem myndi skila sér í hćrri sköttum, skerđingu á ţjónustu og fćrri tćkifćri á atvinnumarkađi.

Angela Merkel er ekki sammála forseta Frakklands um ađ samţćtta skuldir ţjóđanna sautján. Hún vill ađ ríkisstjórnir ráđist í niđurfellingu skulda ríkissjóđa áđur en lengra er haldiđ.

Hollande, sem er sósíalisti, vill stefna ađ ţví til langs tíma ađ búa til eina allsherjar ríkisstjórn yfir öllu evrusvćđinu. Merkel óttast ađ slík áform gćtu orđiđ til ţess ađ Ţýskaland endi á ađ borga brúsann fyrir lönd sem standa ekki jafn vel ađ vígi fjárhagslega.

 

Ţessi frétt endurspeglar ţann ágreining sem veriđ hefur á milli Ţjóđverja og Frakka um ţróun evrusvćđisins. Ţetta er jafnframt viđurkenning á ţeim mikla vanda sem međal annars evran hefur skapađ íbúum svćđisins.

Hér á landi eru ýmsir enn ţeirrar skođunar ađ Ísland eigi ađ fara sömu leiđ og evruríkin sem nú glíma viđ mikinn vanda.

Eigum viđ ađ trúa ţví ađ Framsóknarflokkur og Sjálfstćđisflokkur ćtli ađ gefa afslátt af ţeirri skýru stefnu sem flokksmenn ţeirra hafa samţykkt ađ stöđva tafarlaust viđrćđurnar viđ ESB?

Eigum viđ ađ trúa ţví ađ ţessir flokkar muni vinna gegn ţeirri stefnu sinni ađ Ísland eigi ađ vera utan ESB međ ţví ađ efna til ótímabćrrar ţjóđaratkvćđagreiđslu um áframhald viđrćđna sem ţeir flokkar eru á móti?

Eigum viđ ađ trúa ţví ađ ţessi flokkar ćtli ađ sökkva í sama stefnumođspyttinn og Vinstri grćnir féllu í fyrir fjórum árum?

Nei, viđ skulum treysta ţví ađ svo verđi ekki!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 356
  • Sl. viku: 1773
  • Frá upphafi: 1183630

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1547
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband