Leita í fréttum mbl.is

Lofsöngur til Evrópu!

arjaVið í Heimssýn erum flest hver mjög hrifin af ýmsu því sem Evrópa hefur upp á að bjóða. Mörg okkar fylgjumst grannt með söngvakeppni Evrópulanda, þótt smekkur okkar á tónlist sé sjálfsagt æði ólíkur. Við vonumst náttúrulega til þess að Eyþóri Inga muni vegna vel í kvöld. Sigur yrði töff fyrir Ísland!


Af þessu tilefni er hér birtur lofsöngur til Evrópu, sem finnsk-sænska söngkonan Arja Saijonmaa flutti fyrir nokkru. Þá var ekki inni í myndinni að unglingar færu í heimsreisu, heldur var látið nægja að fara í puttaferðalag eða lestarferðalag um Evrópu.

Textinn sem Arja syngur á sænsku ber merki þess tíma, svona í kringum 1980 …..

Arja Saijonmaa: Jag vill leva i Europa (YouTube)

Á íslensku gæti upphafið hljóðað einhvern veginn svona, í mjög svo lauslegri þýðingu:

Við tókum ferju til Travemunde
ferð okkar byrjaði svo
fjórir einfaldir ferðalangar
í gömlum og slitnum Renó
Við ætluðum á ýmsa staði
þótt kynn'okkar væru treg
En til að spara bensín og pening
gat hópurinn haldið sinn veg
Við lágum yfir landakorti
til að finna greiða leið
til Nice gegnum Hamborg og Brussel
og helst lík'um Genfar-reið
við vorum allir nokkuð vel sigldir
og höfðum óskir á alla lund
um nýja og spennandi staði
þar sem hægt var að ægja um stund.

Ég vil búa í Evrópu
ég vil elska og syngja hér
ég vil hlæja og gráta og dansa
mig svimar af ást á þér
er ég hugsa um alla Evrópu
og um alla sem búa hér!

.......

(Baráttukveðjur til Íslendinganna í Malmö í kvöld frá Heimssýn!!)


mbl.is Vonar að hollenska lagið vinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 53
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 1803
  • Frá upphafi: 1183660

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1572
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband