Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin óskýr í ESB-málum segir Árni Þór

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna segir í þessu viðtali við Morgunblaðið að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sé óskýr þegar kemur að ESB-málum. Stjórnin sé í raun ekki að gera annað en að halda áfram því hléi sem fyrrverandi stjórn ákvað að gera í þessum málum.

Fram kemur í viðtalinu að afstaða Árna Þórs og Vinstri grænna sé óbreytt og það er ekki að skilja á honum að hinir miklu erfiðleikar evruríkjanna hafi haft áhrif á sjónarmið hans eða annarra stefnusmiða VG. Vinstri grænir eru enn á móti aðild að Evrópusambandinu en vilja samt halda áfram umsóknarferlinu og klára aðildarviðræðurnar.

Það kemur svo í ljós hvort stoppið sem Gunnar Bragi Sveinsson núverandi utanríkisráðherra tilkynnti um sé meira og ákveðnara hlé en það sem Árni Þór og Össur settu málin í fyrir kosningar.

Jafnframt kemur væntanlega í ljós á næstu vikum hver næstu skref utanríkisráðherra verða í málinu. Árni Þór Sigurðsson og Heimssýn bíða spennt eftir að sjá hverju fram vindur.


mbl.is Segir ESB-stefnuna óskýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lesblinda eða skilningsleysi Árna Þórs er ekki vandi þjóðarinnar lengur.

Ekki nema að þessi lesblinda eða skilningsleysi sé orsök þess að ESA ræðst nú gegn okkur með hverju dómsmálinu af öðru. Kannski hefði mátt koma í veg fyrir einhver þessara dómsmála ef lesskilningur fyrrverandi formanns utanríkismálanefndar væri betri. Þá hafði kannski mátt svara ásökunum ESA á málefnalegri hátt þar sem það var gerlegt, en breyta lögum þar sem rök dugðu ekki.

Eða voru fyrrverandi stjórnarflokkar svo sannfærðir um tap í þessum kosningum að þeir gerðu sér leik að búa til vanda fyrir arftakana, vanda sem nú verður einungis leystur fyrir dómstólum, en hefði hæglega verið hægt að leysa á annan veg.

Gunnar Heiðarsson, 29.5.2013 kl. 16:15

2 Smámynd: Elle_

Ætti okkur ekki að vera nákvæmlega sama hvað Brussel-vinnumanninum Árna Þór finnst?  Það er satt hjá Gunnari, skilningsleysi (eða skilningur) Árna Þórs er ekki okkar vandamál lengur, alls ekki.

Ríkisstjórnin er ekki voða skýr í þessu máli enn, en bókstaflega allt er skárra en stjórnin sem þjóðin var að losa sig við.  Við höfum þó enn von.

Elle_, 30.5.2013 kl. 00:33

3 identicon

Ég tek nú ekki undir þetta. Ríkisstjórnin er að leika hættulegan leik með þetta alvarlega mál og fólk þarf að gera upp við sig hvort verið er að fjalla um stöðu afturköllunar á ESB umsókninni sem er langt frá því um garð gengin, eða hvort fyrst og fremst er verið að verja ríkisstjórnina.

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn almennt þurfa að reyna að átta sig á þessu. Andstaðan við Evrópusambandið getur ekki og má ekki lúta flokkspólitískum lögmálum, barráttan fyrir fullveldi landsins er mikilvægari en nokkur stjórnmálaflokkur eða vera hans í ríkisstjórn.

Ég vil árétta við Heimssýnarmenn að þeir haldi vöku sinni í þessu máli. Málið er að fá annars konar framgang en búist var við og var lofað. Það má vera að það sé á réttri leið, það er þó langt frá því svo, að markinu sé náð.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 21
  • Sl. sólarhring: 482
  • Sl. viku: 2454
  • Frá upphafi: 1176145

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2224
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband