Leita í fréttum mbl.is

57% atvinnuleysi í evrulandinu Spáni meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára

Vonleysið grípur nú æ meir um sig meðal ungs fólks í evrulandinu Spáni. Tæplega 60% fólks á aldrinum 16 til 24 ára eru án atvinnu og margir hafa verið atvinnulausir í meira en ár. Margir fá ekki lengur atvinnuleysisbætur og leita nú gæfunnar annars staðar.

Ekki er útlit fyrir að ástandið muni skána í bráð því spáð er að framleiðsla muni halda áfram að dragast saman á þessum ársfjórðungi.

Þrjátíu þúsund ungir Spánverjar hafa þegið atvinnutilboð í Þýskalandi í sérstöku átaki sem gert hefur verið. Það að markaðurinn leysi ekki þessi mál og að fólk flytjist nær sjálfkrafa og skjótt frá þeim svæðum þar sem atvinnuleysi er til þeirra svæða í evrulandi þar sem atvinnutækifæri eru betri sýnir að evrulandið er ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði - og hefði aldrei átt að stofna til þess með þeim hætti sem gert var.

Nú er talað um týndu kynslóðina á Spáni. Staðan í atvinnumálum ungra Spánverja muni draga dilk á eftir sér og hafa gríðarleg neikvæð áhrif til lengri og skemmri tíma.


mbl.is Týnd kynslóð Spánverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 106
  • Sl. sólarhring: 359
  • Sl. viku: 2515
  • Frá upphafi: 1165889

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 2184
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband