Leita í fréttum mbl.is

Evran feykir Finnlandi í suðræna skuldasiglingu

Ýmislegt bendir til þess að Finnland sé um sumt að komast í svipaða aðstöðu og vandræðaríki evrunnar. Framleiðsla dregst saman, atvinnuleysi eykst, skuldir aukast og viðskiptahalli er orðinn viðvarandi.

Þetta kom þó ekki fram í máli forseta Finnlands þegar hann var hér um daginn.

Ástæðan fyrir samdrættinum er tvenns konar eftir því sem finnskir hagfræðingar segja. Í fyrsta lagi hefur verðbólga verið hærri en í samkeppnislöndunum á evrusvæðinu í lengri tíma, en það gerir það að verkum að samkeppnisstaða finnsks iðnaðar hefur versnað, erfiðara gengur að selja finnskar vörur, staða fyrirtækja í Finnlandi versnar og atvinna dregst saman. Finnskir hagfræðingar segja að finnskt efnahagslíf hefði þurft hærri stýrivexti en Seðlabanki Evrópu ákvað. Þeir eru hins vegar bundnir í evrusamstarfinu og háðir þeim meðaltalsvöxtum sem seðlabankinn ákveður fyrir svæðið.

Hin ástæðan fyrir því að erfiðlega gengur hjá Finnum er að samdráttur á evrusvæðinu dregur úr eftirspurn eftir útfluttum vörum þeirra.

Finnar virðast ræða þetta lauslega, en þó virðist lítill máttur í þeirri umræðu því evrustjórnin, Seðlabanki Evrópu, virðist svo órafjarri að það dregur úr þjóðmálaumræðu um þetta.

Finnar ræða meira um það þessa dagana að þeir þurfi nú að fara að borga með sínum sköttum fyrir syndir suðrænna evruþjóða sem ekki hafi beitt nægilegum aga við stjórn ríkisfjármála. Það virðist vera miklu auðveldara að ræða málin þannig, þ.e. þegar hægt er að skeyta skapi sínu á annarri þjóð eða þjóðum. Það er auðveldara en að ræða um kerfisgalla evrunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað skildi forseti Finnlands hafa fengið undir borðið frá ESB fyrir heimsóknina. Þessir men eru látnir halda lofræður í þágu ESB og allir bukka sig og beygja. Þarf ekki að koma með einhvern sem mótvægi svosem góðan spyrill á vegum fólksins.

Valdimar Samúelsson, 4.6.2013 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 1954
  • Frá upphafi: 1184361

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1682
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband