Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við ESB á þessari stundu er út í bláinn

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið sé ekki á dagskrá að óbreyttu. Til þess þurfi miklar breytingar bæði hér heima og eins í Evrópu.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur í samræmi við þetta sett ráðuneytisbremsu á aðlögunarferlið.

Það er í raun stórundarlegt að einhverjir skuli halda því fram að það sé sjálfgefið að það verði kosið um áframhald viðræðna eins og ekkert sé. Slíkar skoðanir bera vott um ótrúlega pólitíska blindu.

Staðreyndin er að þjóðin er á móti inngöngu í ESB, ríkisstjórnin er á móti og meirihluti þingsins líka. Ef haldið yrði áfram með aðildarviðræður yrðu báðir stjórnarflokkarnir komnir í sömu ömurlegu aðstöðuna og Vinstri græn voru í á síðasta kjörtímabili; að vera á móti aðild en stefna samt að aðild með viðræðum.

Reyndar er það sem stendur í stjórnarsáttmálanum algjörlega skýrt í þessum efnum. Þar er kveðið skýrt á um að stjórnin sé á móti aðild og sá varnagli ennfremur sleginn að ef svo ólíklega vildi til að meirihluti Alþingis vildi halda áfram viðræðum þá yrði það ekki gert öðru vísi en að undangenginni þjóðaratvkæðagreiðslu.

Það er því ekki eftir neinu að bíða að núverandi ríkisstjórn leggi fyrir Alþingi tillögu til samþykktar þess efnis að staðfestur verði sá vilji núverandi ríkisstjórnar - og reyndar hinnar fyrri líka því viðræðurnar voru komnar á ís - að þessum viðræðum verði formlega hætt.

Til hliðsjónar er hér gott að hafa það sem stendur í ríkisstjórnarsáttmálanum um þetta og jafnframt það sem segir í landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og flokksþingssamþykkt Framsóknarflokksins:

Í sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir um umsóknina um aðild að ESB: Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er fróðlegt að bera sáttmálatextann saman við samþykktir æðstu stofnana flokkanna sem að ríkisstjórninni standa.

Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Flokksþingssamþykkt Framsóknarflokksins hljóðar svo: „Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

 


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

ORÐ SKULU STANDA.

Þeir heimtuðu þjóðaratkvæði um framhald viðræðna af fráfarandi ríkisstjórn, lofuðu því sama í kosningabaráttunni en þykir víst sjálfsagt að svíkja það nú eftir kosningar. Og fleiri eru sama sinnis sýnist mér á þessari síðu.

Það er ómerkilegt svo ekki sé meira sagt.

drilli, 6.6.2013 kl. 15:00

2 Smámynd:   Heimssýn

Hvaða orð? Þú hefur ekki hlustað. Orðið var að ef til þess kæmi að halda ætti viðræðum áfram, þá yrði það ekki gert án þess að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi stjórn, núverandi þing og þjóðin hefur ekki áhuga á aðild að ESB. Þess vegna er ekki þörf á að halda viðræðum áfram og því algjör fjarstæða að fara að láta kjósa um slíkt.

Heimssýn, 6.6.2013 kl. 15:39

3 Smámynd: drilli

"Orðið var að ef til þess kæmi að halda ætti viðræðum áfram, þá yrði það ekki gert án þess að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." !!!!!!!

þetta er orðhengilsháttur.

Það vissu allir að núverandi stjórnarflokkar voru mótfallnir evrópuaðild (Bjarni líka þegar var búið að segja honum hvað honum ætti að finnast um málið)en jafnframt vissu líka allir að þjóðaratkvæðagreiðslu var lofað. Og því loforði fylgdi ekki: ef okkur finnst að þjóðinni finnist að það eigi að kjósa.

Semsagt: ORÐ SKULU STANDA.

drilli, 6.6.2013 kl. 16:10

4 Smámynd:   Heimssýn

Það er rétt að vísa til gagna: Þegar samþykktir og stefnuskrár eru skoðaðar sést að engu var lofað varðandi atkvæðagreiðslu um mögulegt áframhald viðræðna. Það er bara misskilningur.

Heimssýn, 6.6.2013 kl. 16:39

5 Smámynd: drilli

Málflutningur fyrir kosningar var semsagt innantómt gaspur.

Það er leitt að heyra.

Hvenær skyldi því gaspri ljúka ? Og hvenær verður fólkið þá marktækt ?

drilli, 6.6.2013 kl. 16:51

6 Smámynd: drilli

Ég spyr aftur: var málflutningur í kosningabaráttunni ómarktækt gaspur?

Þolir bloggsíða sem þessi ekki slíkar spurningar?

Ef svo er þá þarf ekki að lesa hana oftar.

drilli, 6.6.2013 kl. 17:21

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir henntu út kommenti frá mér að 63% þjóðarinnar vill klára viðræur við ESB samkvæmt nýjustu könnun frá capacent

Greinilega mikil ritskoðun hérna í gangi.

En á evrópu bloggsíðu fá alla raddir að heyrast

Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2013 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 237
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2606
  • Frá upphafi: 1165234

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 2233
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband