Leita í fréttum mbl.is

Skandínavísku þjóðirnar hafa hafnað evrunni

esbneitakkESB hræðist lýðræðið, því það er miklu algengara að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslna sé í óþökk valdhafa í Brussel en þegar stjórnmálamenn fá einir að ráða. Það er þægilegra að eiga við stjórnmálamennina eina en heilu þjóðirnar.

Þess vegna vill ESB ekki leyfa þjóðum að kjósa um evruna. Lettneska þjóðin er á móti því að taka upp evru, en hún skal nú samt þar sem það var hluti af ESB-samningnum fyrir um áratug. Hið sama á væntanlega við um Litháa þegar þeir uppfylla Maashtricht-skilyrðin.

Norðurlandabúar, og þá einkum Skandínavar, hafa verið óvanalega sjálfstæðir af Evrópubúum að vera. Norðmenn höfnuðu samningi um aðild að ESB árið 1994 og þar með evrunni með ríflega 52 prósentum atkvæða. Þetta var í annað sinn sem norska þjóðin hafnaði því að ganga í Evrópusamtökin. Eftir síðari atkvæðagreiðsluna hefur lítil umræða verið um ESB eða evru í Noregi og nánast engin allra síðustu ár. Norskt efnahagslíf hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu áratugi.

Danir höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2000 með ríflega 53 prósentum atkvæða, en þeir höfðu samt verið í ESB í tæp 30 ár. Já-sinnar í Danmörku spáðu því þá að velferð myndi minnka, atvinnuleysi aukast, vextir hækka, húsnæðisleiga hækka, lán yrðu dýrari, hlutabréf falla í verði og samkeppnisstaða danskra fyrirtækja versna. Poul Nyrup Rasmussen þáverandi forsætisráðherra Danmerkur sagði að ef Danir höfnuðu evru myndi það verða þeim dýrkeypt. „Það mun þýða að Danmörk verði útundan; utan öryggis, utan sambandsins, utan áhrifa. Ef þið eruð í vafa hugsið ykkur alvarlega um hvað gæti orðið um börnin ykkar.“

Fáum Evrópulöndum hefur vegnað jafn vel og Danmörku síðustu ár. Samkvæmt úttekt DV í dag er hagur Danmerkur bestur Evrópuríkja og Svíþjóð kemur þar á eftir, en Svíar eru jú heldur ekki með evru.

Árið 2003 höfnuðu Svíar því í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp evru með 56 prósentum atkvæða. Eftir það hefur hagur frænda okkar í Svíþjóð vænkast talsvert og þeir taka nú Evrópubúum fram á flestum sviðum.

Enn eru þeir til hér á landi sem telja að það geti orðið okkur hagstætt að taka upp evru. Sú lexía sem Írar, Grikkir, Kýpverjar, Spánverjar, Ítalir, og jafnvel Finnar og Lúxemborgarar og fleiri evruberar hafa lært virðist ekki snerta evruelskandi krónuhatarana hér á landi nokkurn skapaðan hlut.

Fyrir þá skiptir engu máli að með evru yrði minna lýðræði, og valdið yrði fjarlægara og lokaðra í Frankfurt. Velferð myndi að öllum líkindum minnka eins og dæmin frá mörgum evrulöndum sýna, því áhersla á fulla atvinnu, menntun og félagslegt réttlæti myndi minnka. Ennfremur ættu nú flestir að átta sig á því að evran hefur dregið verulega úr hagvexti í stórum hluta álfunnar, enda hefur framleiðsla dregist saman í mörgum löndum í lengri tíma og atvinnuleysi aukist um leið gífurlega, ekki hvað síst hjá ungu fólki. Verst er ástandið í jaðarlöndunum í suðri, eins og margoft hefur komið fram í fréttum, en ástandið er nú einnig að versna í Finnlandi.

Það eru því miður fleiri gallar en kostir við evruna eins og hún hefur birst Evrópubúum síðasta áratuginn. Flestir eru jú farnir að átta sig á því, þrátt fyrir allt.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 363
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 2126
  • Frá upphafi: 1186733

Annað

  • Innlit í dag: 329
  • Innlit sl. viku: 1874
  • Gestir í dag: 303
  • IP-tölur í dag: 297

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband