Leita í fréttum mbl.is

Eiga Íslendingar að taka upp aukna samvinnu við Breta í Evrópumálum?

DavidLidingtonBretar eru mjög ósáttir við þróun Evrópusambandsins, einkum við aukið skrifræði sem setur lífi einstaklinga æ stífari skorður. Bretar eru einnig Guðslifandi fegnir að vera með pundið sitt en ekki evruna sem gjaldmiðil. En Bretar eru samt ekki alveg vissir hvaða skref þeir eiga að stíga í Evrópumálunum, eftir því sem fram kom í erindi David Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands á fundi í Háskólanum í dag.

Erindi Lidingtons var um margt áhugavert og upplýsandi, en hann var sér greinilega meðvitaður um þann mikla vanda sem evrusamstarfið setur ESB-ríkin í, en hann sagði að það væru hagsmunir allrar Evrópu að evruríkin 17 leystu þann vanda.

Lidington nefndi meðal annars þrjú verkefni sem ESB ríkin þyrftu að vinna ötullega að. Í fyrsta lagi þyrfti að auka samkeppnishæfni Evrópu gagnvart öðrum heimshlutum til þess að halda uppi vaxandi velferð í álfunni. Þar væri einna stærsta verkefnið að laga samkeppnismisvægi það sem evran veldur á evrusvæðinu, en skrúfstykki evrunnar og eitt og sama gengi hefur gert það að verkum að mismunandi kostnaðarþróun þar sem Þjóðverjar hafa getað haldið kostnaði niðri en jaðarlönd eins og Ítalía og Grikkland ekki, hefur gert það að verkum að mikill viðskiptahalli hefur skapast á milli landanna og skuldasöfnun og atvinnuleysi aukist verulega á jaðarsvæðum evrunnar. Í öðru lagi nefndi Lidington að gera þyrfti ákveðnar breytingar á efnahagsstjórn landanna vegna evrunnar, en þar átti hann m.a. við aukna miðstýringu í skatta- og ríkisfjármálum. Í þriðja lagi nefndi hann að breyta þyrfti starfsháttum ESB þannig að fólk upplifði ekki stöðugt að sambandið væru að gera eitthvað á hlut þess heldur að það væri að vinna fyrir fólkið í aðildarlöndunum.

Lidington virtist samt ekkert allt of bjartsýnn fyrir hönd ESB og evrusamstarfsins. Hann fór yfir það hvernig íbúar ESB-landanna væru nú orðnir miklu neikvæðari gagnvart ESB-stofnunum en áður var. Ástæðan væri ekki hvað síst skrifræðið og svo evruvandinn sem tæki upp 80% af tíma starfsmanna ESB þessi misserin.

Í umræðum að erindinu loknu var meðal annars rætt um möguleika á auknu samstarfi Breta og Íslendinga í Evrópumálum, en þó einkum í sjávarútvegsmálum. Það verður nú að segjast eins og er í ljósi þess sem gerst hefur með skiptingu heildarkvóta flökkustofna og beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslendingum fyrir fáeinum árum, og svo Icesave-deiluna, að Bretar eru nú ekki þeir fyrstu sem koma upp í hugann þegar hugað er að bandamönnum.

En hver veit? Kannski er þessi eyþjóð eftir allt saman bestu bandamenn sem við eigum völ á í Evrópu þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 120
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 2489
  • Frá upphafi: 1165117

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 2122
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband