Leita í fréttum mbl.is

Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn vilja kosningu um viðræður

Æðstu stofnanir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og ríkisstjórnin, telja enga ástæðu til að láta kjósa um áframhald viðræðna við ESB nema því aðeins að til þess bær stjórnvöld vilji halda viðræðunum áfram.

Þessi afstaða er alveg skýr í samþykktum æðstu stofnana flokkanna og í stjórnarsáttmálanum.

Létu flokkarnir fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna væri það ekkert annað en stór svik við kjósendur, engu minni en svik Vinstri grænna við kjósendur sína vorið og sumarið 2009.

Þetta ætti hverjum einstaklingi að vera ljóst. Það er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn vilja vera utan ESB og því hætta viðræðum um aðild. Þeir vilja ekki hefja viðræður að nýju. Komi hins vegar til þess, þvert gegn öllum vísbendingum, að ætlunin sé að hefja viðræður að nýju þá verði það ekki gert öðruvísi en svo að afstaða verði tekin til slíkra viðræðna í atkvæðagreiðslu.

Í sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir um umsóknina um aðild að ESB: Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er fróðlegt að bera sáttmálatextann við samþykktir æðstu stofnana flokkanna sem að ríkisstjórninni standa.

Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Flokksþingssamþykkt Framsóknarflokksins hljóðar svo: „Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“


mbl.is Skýrsla um ESB kynnt í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Þetta er skrítin fullyrðing! Var þá ekkert að marka stefnuskrá sjálfstæðisflokksins þar sem segir orðrétt: "þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu."?

Jón Kristján Þorvarðarson, 16.7.2013 kl. 15:13

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þarf að rökstyða orð sín og gjörðir, eins og allir aðrir.

Ég fæ alltaf kuldahroll, þegar ég sé einn af þessum karlrembum, sem öllu ráða um framkvæmdir ESB.

Þessi ESB-Herman er einn af karlrembunum, sem standa fyrir að lækka laun kvenna, í t.d. heilbrigðisþjónustu-störfum ESB-landanna. Með dyggri aðstoð og leiðbeiningum matsfyrirtækja-stýringar-auðvaldi og AGS.

Launa-skerðingar láglaunafólks, framkvæma þessir valdamestu menn AGS-matsfyrirtækja-lygara AGS og ESB-sambandsins, t.d. með því að auka álag á heilbrigðis-starfsfólk á lægstu laununum, (sem eru að mestu leyti störf kvenna). Og með að lækka starfshlutfall þeirra niður í 50%, og jafnvel enn lægra starfshlutfall. Þá er ekki mikið eftir til að framfleyta sér og sínum. 

Þetta gera þeir háu herra ESB, til að bjarga glæpabönkum sem búa til peninga, með töluleik á pappír, sem fátækir og atvinnulausir skattborgarar eru látnir borga.

Angela Merkel er eina konan í þessum valdahóp ESB, og heiðarlegust. Hitt eru allt karlrembur, sem skilja lítið annað en mikilvægi fals-peninga-veiða, stjórnað frá æðstu og spilltustu hæðunum.

ESB-umfjöllun opinberra fjölmiðla er matreidd þannig, að sumir trúa því að ESB-sambandið standi fyrir bættum kjörum, og jafnrétti í þágu þeirra sem minnst mega sín.

Sú umfjöllun stangast á við raunveruleikann hjá láglaunafólki innan sambandsins.

Sumir karlmenn verða því miður hræddir, þegar ég reyni að benda þeim á þetta vaxandi kvenna/láglauna-starfs-ofbeldi. Kannski vegna þess að þeir halda þá, að ég sé ESB-stýrður öfga-femínisti. Það er ég ekki. Og karlmenn þurfa líka heilbrigðisþjónustu. Þeir fjársterkustu geta alltaf keypt sér heilbrigðisþjónustu.

Það eru mikilvæg mannréttindi að allir hafi aðgang að hjúgrunar-þjónustu. Til þess þarf hjúkrunarfólk, og annað verkafólk á lægstu laununum að fá mannsæmandi laun og hvíldartíma.

Þrælastríðinu er greinilega ekki lokið.

Fólk þarf að átta sig á staðreyndum, bæði innan og utan ESB.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2013 kl. 16:30

3 Smámynd:   Heimssýn

Jón: Hér er ályktun um þetta frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar er ekki minnst á neina atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu að því er virðist:

http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/utanrikisnefnd_loka.pdf

Heimssýn, 16.7.2013 kl. 16:58

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta með þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu var ekki í landsfundarsamþykkt flokksins heldur töluðu æðstu menn flokksins um það í aðdraganda kosninga. Það var því í raun eitt af kosningaloforðum flokksins að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu og það á fyrri hluta kjörtímabilsins.

Sigurður M Grétarsson, 16.7.2013 kl. 17:35

5 Smámynd:   Heimssýn

Stjórnarsáttmálinn hlýtur að vega þyngst - hann er framkvæmdaáætlun stjórnarinnar - og endurspeglar landsfundar- eða flokksfundarsamþykktir og stefnu flokkanna eftir því sem um semst. Það er ekki hægt að láta einstakar og kannski misvísandi yfirlýsingar einstakra frambjóðenda fyrir kosningar ráða niðurstöðunni. Það er að endingu stjórnarsáttmálinn sem gildir.

Heimssýn, 17.7.2013 kl. 12:26

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Í þessu sambandi má geta þess að Samfylkingin gerði ekkert með yfirlýsta stefnu VG í ESB málinu í síðustu Ríkisstjórn og allt hennar kjörtímabil, þar var hamrað á því að það væri aðeins stjórnarsáttmálin frá orði til orðs sem gilti og væri öllu öðru æðra.

Þess vegna var heldur ekkert aldrei neitt mark tekið á yfirlýsingum Ögmundar eða annarra forystumanna VG um andstöu við ESB aðild, hvorki fyrir eða eftir kosningarnar 2009.

Þess vegna er það alveg kórrétt hér að skoða stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar og svo auðvitað skýrar samþykktir þessara tveggja stjórnmálaflokka sem mynda þessa nýju Ríkisstjórn.

Nú eru báðir þessir stjórnarflokkar yfirlýstir andstæðingar ESB aðildar.

Í síðustu Ríkisstjórn var það þó aðeins annar stjórnarflokkurinn þ.e. Samfylkingin.

Nú eru báðir núverandi stjórnarflokkar andsnúnir ESB aðild og samt vill sumt fólk að þessi 12,9% flokkur sem fólkið hafnaði í síðustu kosningum fái samt sem áður áfram að ráða utanríkisstefnu þjóðarinnar og þessarar nýju ríkisstjórnar.

Gunnlaugur I., 17.7.2013 kl. 13:08

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég er alveg sammála því að það er stjórnarsáttmálinn sem gildir. Síðan þurfa báðir stjórnarflokkarnir að svara kjósendum því af hverju þeir viku frá tilteknum kosningaloforðum í stjórnarmyndunarviðræðunum. Það er hins vegar röng fullyrðing í greininni sjálfri að það hafi verið stefna Sjálfstæðisflokksins að hætta viðræðu8num því það var stefna hans að kjósa um það á fyrri hluta kjörtímabilsins. Sjálfstæðisflokkurinn þarf síðan að svara því í næstu kostningum af hverju hann vék frá því kosningaloforði í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Sigurður M Grétarsson, 17.7.2013 kl. 13:45

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stjórnarsáttmálinn á að gilda.

Ef hann gildir ekki í verki, í samræmi við það sem í honum stendur, þá er ríkisstjórnin umboðslaus. Síðasta ríkisstjórn var umboðslaus frá júní 2009.

Þetta er raunveruleikinn, og óþarfi að afbaka og snúa út úr staðreyndum. Það verður enginn meiri maður, af að ljúga, snúa út úr, og blekkja.

Hvað þýðir orðið: siðmenning?

Hvað þýðir orðið: spilling?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.7.2013 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 233
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 1737
  • Frá upphafi: 1160402

Annað

  • Innlit í dag: 205
  • Innlit sl. viku: 1520
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband