Leita í fréttum mbl.is

Davíð Þorláksson er alveg klár á því að það eigi að draga umsóknina að ESB til baka

Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir óþarft að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við ESB þar sem hvorki meirihluti þings né þjóðar vilji ganga í ESB.

Pólitísk trú blindar ESB-aðildarsinnum sýn þessa dagana, en þeir halda að þrátt fyrir að Samfylkingunni og stuðningsmönnum aðildar að ESB hafi mistekist að koma Íslandi inn í ESB á síðasta kjörtímabili og þrátt fyrir að aðildarumsóknin hafi í raun og veru runnið út í sandinn þegar fyrri ríkisstjórn setti hana á ís eftir síðustu áramót - þá sé nú hægt að halda málinu áfram með því að láta þjóðina nú kjósa um hvort halda eigi viðræðum áfram.

Það þarf vel lituð pólitísk gleraugu til að geta lesið slíka atburðarás út úr pólitískum samþykktum, hvort sem er æðstu stofnana Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, eða út úr stjórnarsáttmálanum.

Afrit af slíkum lita-gleraugum virðast hafa lent á nefinu á ólíklegasta fólki.

En Davíð Þorláksson þarf engin pólitísk gleraugu til að lesa það sem stendur skrifað: Ríkisstjórnin vill ekki inn í ESB. Stjórnarflokkarnir vilja ekki inn í ESB. Það er enginn áhugi á frekari viðræðum, en ef svo ólíklega færi að halda ætti viðræðum áfram þá yrði það ekki gert nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú er komið nóg af undarlegheitum í þessu ESB-máli. Þess vegna er eðlilegt að fara að ráðum Davíðs Þorlákssonar og draga þessa átakanlegu umsókn hið snarasta til baka.

Morgunblaðið hefur eftir Davíð Þorklákssyni:

„Það væri galið að standa í aðildarviðræðum þegar báðir stjórnarflokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að standa utan ESB og það er hvorki vilji til þess hjá meirihluta þingsins né þjóðarinnar að ganga í sambandið.“

Þetta segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á Facebook-síðu sinni í dag vegna umræðu síðustu daga um það með hvaða hætti ríkisstjórnin hyggist taka á umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið.

Davíð segir að óþarft sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þegar staða mála er með þessum hætti. „Eina vitið er að draga umsóknina til baka og fara að einbeita sér að endurreisn og uppbyggingu.


mbl.is Vill draga umsóknina til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 227
  • Sl. sólarhring: 468
  • Sl. viku: 1982
  • Frá upphafi: 1162434

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 1770
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband