Leita í fréttum mbl.is

Evrukreppan knýr á um meiri aðstoð fyrir Grikki

Fjármálaráðherra Þýskalands er alveg klár á að Grikkir þurfi meiri fjárhagsaðstoð vegna þeirrar kreppu sem meðal annars evran hefur valdið. Þótt botni evrukreppunnar kunni að hafa verið náð tekur væntanlega langan tíma að hífa verstu svæðin upp úr öldudalnum.

Mbl.is segir svo frá:

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, telur að Grikkir þurfi á frekari aðstoð að halda þegar núverandi björgunaraðgerðum lýkur á næsta ári.

Í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung og fleiri fjölmiðla sagði Schaeuble að nauðsynlegt sé að veita Grikkjum frekari aðstoð en þegar hafa tveir björgunarpakkar verið samþykktir fyrir Grikki. Hann hefur hingað til ýjað að því að Grikkir þyrftu jafnvel á þriðja pakkanum að halda en aldrei áður sagt það jafn skýrt og nú að nauðsyn sé að grípa til aðgerða í þriðja sinn.

Sex ár eru síðan niðursveiflan hófst í Grikklandi, þar hefur þurft að leggja niður fjölda starfa, lækka laun og lífeyrisgreiðslur o.fl. til að tryggja þá 240 milljarða evra sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lánað gríska ríkinu.

Ný endurskoðun mun fara fram í september en auk ESB og AGS kemur Seðlabanki Evrópu að endurskoðuninni.


mbl.is Telur Grikki þurfa frekari aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1780
  • Frá upphafi: 1186387

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1559
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband