Föstudagur, 13. september 2013
Gunnar Bragi Sveinsson er búinn að skemma aðlögunarferlið að ESB
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kann tökin á þessu. Hann er búinn að skemma aðlögunarferlið að ESB að mati forystumanna ESB-aðildarsinna. Gunnar Bragi fór að vilja þjóðar, þings og stjórnarflokkanna og stöðvaði aðlögunarferlið. Það kosningaloforð er því í höfn.
Hið grátlega er þó að forystumenn ESB-aðildarsinna skilja ekki um hvað málið snýst. Þeir skilja ekki að flokkarnir samþykktu á æðstu samkundum sínum að stöðva viðræðurnar. Þeir skilja ekki að þjóðin vill ekki vera hluti af Evrópusambandinu - og þeir skilja ekki að evrusamvinnan hefur grafið undan hag Evrópuþjóðanna. Þeir skilja ekki að það þjónar ekki heildarhagsmunum íslensku þjóðarinnar að ganga í Evrópusambandið - jafnvel þótt það geti þjónað einhverjum þröngum hagsmunum.
Visir.is segir svo frá:
Formaður Já-Ísland segir utanríkisráðherra skemma fyrir framhaldi evrópuumræðunnar með stefnu sinni og hann sniðgangi Alþingi í málinu. Farsælast væri að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framhald viðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor.
Samtökin Já-Ísland lýsa miklum vonbrigðum með ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að leysa upp samninganefnd Ísland um aðild að Evrópusambandinu á meðan svo kallað hlé stendur yfir á viðræðunum. Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland segir þessa ákvörðun ráðherrans sérkennilega.
Okkur finnst þetta vera óvönduð vinnubrögð. Okkur finnst að ráðherrann sé þarna að lítilsvirða hvortveggja vilja Alþingis, hann snýr við vilja Alþingis án þess að bera það undir þingið, segir Jón Steindór. Og einnig liggi fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji leiða þetta mál til lykta og greiða atkvæði um framhaldið. Þetta hafi marg sinnis komið fram en samt kjósi ráðherrann að fara aðra leið.
Það séu vonbrigði að svo virðist að ekki eigi að standa við loforð um að þjóðin verði spurð um framhald viðræðna. En á Alþingi í gær sagði utanríkisráðherra þetta um málið:
Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að öllu þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu, sagði Gunnar Bragi.
Jón Steindór segir ráðherra sé þvert á móti að skemma fyrir ferli málsins með framgöngu sinni.
Já, það er verið að því. Það er sama hvað hver segir að þá er það nú einu sinni þannig í svona samskiptum að það er til eitthvað sem menn kalla stofnanaminni. Í stofnunum er bara fólk og það fennir mjög fljótt yfir svona hluti, segir Jón Steindór.
Bæði Evrópusambandið og íslenskt samfélag séu lifandi og því geti hlutirnir breyst hratt.
Þannig að það er algerlega ótvírætt í mínum huga að þarna er verið að skemma fyrir. Hver vika sem líður án þess að þráðurinn sé tekinn upp, skemmir fyrir, Það eigi ótvírætt að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið eins og formenn stjórnarflokkanna hafi lofað.
Ég tel að það væri hið eina rétta í stöðunni. Og sennilega væri skynsamlegast í stöðunni að reyna að ná því með næstu sveitarstjórnarkosningum. Það er útgjaldaminnst og tiltölulega stuttur tími þangað til. En í öllu falli verður að útkljá þetta mál á þessu kjörtímabili og því fyrr því betra, segir formaður Já-Ísland.
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 180
- Sl. sólarhring: 280
- Sl. viku: 2549
- Frá upphafi: 1165177
Annað
- Innlit í dag: 154
- Innlit sl. viku: 2177
- Gestir í dag: 146
- IP-tölur í dag: 145
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.