Leita í fréttum mbl.is

Stefán Fule stækkunarstjóri ESB fer með fleipur

ESB-sinnar hafa löngum slegið sér á brjóst í stærilæti um að þeir viti allt best um ESB. Nú verður sjálfur stækkunarstjóri ESB ber að því að fara vísvitandi með rangfærslur um stöðu þeirra ESB-viðræðna sem sofnuðu undir fyrri stjórn. Það er greinilegt að taka þarf ummælum þessa manns með fyrirara.

Mbl.is segir m.a. svo frá og vitnar í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sendi frá sér í dag í tilefni af ummælum stækkunarstjórans:

,,Þessi fullyrðing stækkunarstjórans sýnir að það er brýnt að réttar upplýsingar um stöðu viðræðnanna við ESB séu á borðinu. Þess vegna mun sá þáttur einmitt verða hluti af þeirri úttekt sem ég mun kynna fljótlega á nýju ári.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra, vegna þeirra ummæla Å tefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í gær að hann teldi að viðræður um inngöngu Íslands í sambandið hefðu „ekki verið það langt frá því að leggja fyrir Íslendinga samning sem hefði tekið tillit til sérstöðu Íslands en um leið grundvallarreglna Evrópusambandsins og allra reglna leiksins.“ Segir ráðherrann að þar sé farið heldur frjálslega með.

„Staðreynd málsins er sú að öll stærstu málin í þessum viðræðum stóðu enn út af þegar hlé var gert á þeim. Þrátt fyrir að margir samningskaflar höfðu verið opnaðir og um þriðjungi lokað, þá fær það ekki staðist að stutt hafi verið í samningsniðurstöðu þegar kaflar um sjávarútveg og landbúnað höfðu ekki verið opnaðir svo ekki sé minnst á þá staðreynd að ESB hafði ekki einu sinni afgreitt sína eigin rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann,“ segir í yfirlýsingunni og ennfremur:

„Þessi fullyrðing stækkunarstjórans sýnir að það er brýnt að réttar upplýsingar um stöðu viðræðnanna við ESB séu á borðinu. Þess vegna mun sá þáttur einmitt verða hluti af þeirri úttekt sem ég mun kynna fljótlega á nýju ári.“


mbl.is Segir Füle fara frjálslega með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 1630
  • Frá upphafi: 1223170

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1408
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband