Leita í fréttum mbl.is

Stjórnvöldum ber að halda fast við fyrri kröfur í makríldeilunni

makrillFramkvæmdastjórn Heimssýnar leggur áherslu á að ekki verði látið undan hótunum Evrópusambandsins í makríldeilunni og minnir á að yfirstandandi samningaviðræður eru haldnar í skugga hótana ESB og að þær hafi beina tengingu við aðildarviðræður Íslands sem ekki hafi verið slitið.

Ályktun framkvæmdastjórnar Heimssýnar er svohljóðandi:

Stjórnvöldum ber að halda fast við fyrri kröfur

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, leggur áherslu á að ekki verði látið undan hótunum Evrópusambandsins í samningum um hlutdeild Íslands í heildar makrílveiði. Ísland hefur á undanförnum árum áskilið sér rétt til að lágmarki 16 -17% af heildarveiði makríls en það er byggt á rétti strandþjóðar, magni makríls í íslenskri lögsögu og gríðarlegu fæðunámi hans hér við land.

Yfirstandandi samningaviðræður eru í skugga hótana Evrópusambandsins  og hafa beina tengingu við aðildarviðræður Íslands sem ekki hefur verið slitið. Heimssýn telur að samningagerð og eftirgjöf undir hótunum Evrópusambandsins um viðskiptabann sé Íslandi sem fullvalda þjóð ekki samboðin. Þá leggja samtökin áherslu á að stjórnvöld haldi fast við fyrri kröfur um aflahlutdeild í makríl.

Heimssýn skorar jafnframt á ríkisstjórnina að afturkalla þegar í stað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Framkvæmdastjórn Heimssýnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 213
  • Sl. sólarhring: 259
  • Sl. viku: 1991
  • Frá upphafi: 1183194

Annað

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 1743
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband