Leita í fréttum mbl.is

Makríllinn étur undan þorskinum okkar - en ESB hefur litlar áhyggjur af því

Makríll er farinn að ganga á Íslandsmið í auknum mæli og þrengir að þorskstofni og öðrum nytjafiskum sem Íslendingar veiða. ESB á erfitt með að skilja stöðu Íslendinga í þessu, vildi lengi halda okkur utan samninga um veiðar og hefur verið með miklar hótanir í okkar garð um viðskiptaþvinganir. 

Fjallað var um hluta þessa máls í Morgunblaðinu 8. október síðastliðinn. Þar kemur fram að miklar makrílgöngur vestur og norður með landinu valdi mönnum áhyggjum því á þeim slóðum eru uppeldisslóðir ungviðis þorsks og loðnu. Rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar bendi til þess að uppistaðan í fæðu makríls hér við land sé áta, svifdýr af krabbaættum.

Í blaðinu er viðtal við Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir hann að makríllinn sé nokkuð kræfur í fæðunáminu, hafi hröð efnaskipti og fitni hratt á skömmum tíma. Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að líklega þurfi makríllinn að éta 2-3 milljónir tonna af sjávarfangi í íslenskri lögsögu og að ljóst sé að þetta hafi áhrif á fæðumöguleika annarra tegunda á íslenskum fiskimiðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 1681
  • Frá upphafi: 1183265

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband