Leita í fréttum mbl.is

Karl Þorsteins mælir með krónunni

Víða er að finna meðmæli með sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir Íslendinga og þá jafnframt rök gegn því að Íslendingar gangi í ESB og taki upp evru.

Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Karl Þorsteins, stjórnarformaður Quantum, maður með mikla reynslu af fjármálakerfi og skákfrömuður, að sem betur fer líði að jafnaði 50 til 100 ár á milli alvarlegra fjármálakreppna í heiminum. Þá dragist tekjur saman, eignaverð lækki „og ef myntin er sjálfstæð, þá veikist gengi gjaldmiðilsins verulega. Öll einkennin þekkjum við á Íslandi frá árinu 2008.“

En það myndast líka botn og síðan viðspyrna því með gengislækkun gjaldmiðilsins bætast samkeppnisskilyrði útflutningsgreina og næstum óháð aðgerðum stjórnvalda vex framleiðslan aftur og hagur almennings batnar.

Þetta segir Karl vel þekkt í fjármálafræðunum.

Þrátt fyrir þetta - og þrátt fyrir þá nauðung sem jaðarþjóðir evrusvæðisins eru í einmitt vegna evrunnar - virðast þeir enn til hér á landi sem telja að það myndi lækna öll mein að taka upp evruna.

Hvað er til ráða svo hægt verði að upplýsa fólkið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 193
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 1971
  • Frá upphafi: 1183174

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1729
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband