Leita í fréttum mbl.is

Færeyingar verja sig gegn yfirgangi ESB

Færeysk stjórnvöld hafa sent formlega kæru til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins í garð Færeyinga vegna síldveiða þeirra. Aðgerðir ESB tóku gildi í ágúst í sumar en þær fela í sér innflutningabann á síld og makríl frá Færeyjum til ríkja sambandsins og að hafnbann á skip sem flytja slíkar vörur.

Þetta kemur fram í viðhengdri frétt mbl.is. Þar segir einnig: 

Færeyskir ráðamenn halda því fram að viðskiptaþvinganir ESB brjóti í báða við sáttmála WTO. Þær byggi ekki á verndarsjónarmiðum heldur virðist tilgangurinn vera að standa vörð um viðskiptalega hagsmuni sambandsins. Ennfremur er minnt á að viðræður standi yfir um skiptingu norsk-íslenska síldarstofnsins.

Haft er eftir Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, að ESB neyti með viðskiptaþvingununum yfirburða sinna gagnvart Færeyjum sem séu efnahagslega mjög háðar fiskveiðum.


mbl.is Færeyingar kæra ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 89
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 2458
  • Frá upphafi: 1165086

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 2093
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband