Leita í fréttum mbl.is

Smámynt hent í Íslandsvininn Paul Thompson

Íslandsvinurinn Paul Thompson, Daninn sem var fulltrúi AGS þegar Íslendingar tóku upp samstarf við sjóðinn, fékk heldur óblíðar móttökur í Aþenu í gær. Lögreglunni tókst að forða honum inn í bíl þegar reiður mótmælandi henti í hann skæðadrífu smámyntar - sjálfsagt einhverjum evrum.

Evrópuvaktin skýrir frá þessu. Hún segir svo frá:

Aþena: „Hypjið ykkur! Og takið björgunaraðgerðir með“-hrópuðu mótmælendur að fulltrúum ESB/AGS/SE

Veitzt að Poul Thomsen og hent í hann smámynt-Allsherjarverkfall í dag

 

6. nóvember 2013 klukkan 10:19

Til harðra átaka kom í Aþenu í gær fyrir framan fjármálaráðuneytið, þegar mótmælendur gerðu aðsúg að fulltrúum Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem þar voru á ferð. Mótmælendur komu í veg fyrir að þeir gætu yfirgefið ráðuneytið. Daninn Poul Thomsen, sem Íslendingar þekkja frá heimsóknum hans hingað varð að forða sér þegar maður henti í hann smámynt. Lögreglan hjálpaði Thomsen að komast inn í bíl en maðurinn var handtekinn.

Reiðir mótmælendur hrópuðu að gestunum: Hypjið ykkur og takið björgunaraðgerðir ykkar með. Óeirðalögregla var kölluð á staðinn til að halda aftur af mannfjöldanum. Síðar í gær var fulltrúunum komið út úr byggingunni baka til þar sem mótmælendur stóðu vörð fyrir utan aðalinngang.

Margir mótmælenda sögðu við blaðamenn að þeir hefðu orðið fyrir barðinu á uppsögnum opinberra starfsmanna sem þríeykið ESB/AGS/SE hefði krafizt.

Í frétt Guardian um málið segir að Grikkir hafi tapað um 40% af ráðstöfunartekjum sínum frá því að kreppan skall á.

Í dag, miðvikudag eru skólar í Grikklandi lokaðir og truflun hefur orðið á flugumferð vegna allsherjarverkfalls, sem stendur í 24 tíma og er kallað til í því skyni að mótmæla því aðhaldi sem erlendir lánardrottnar Grikkja hafa krafizt.

Í yfirlýsingu frá hafnarverkamönnum segir: „Líf verkamanna, lífeyrisþega og atvinnulausra er martröð.“

Búizt er við þúsundum manna á Syntagma-torgi síðar í dag, þar sem verður mótmælafundur að því er fram kemur á gríska vefmiðlinum ekathimerini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 2392
  • Frá upphafi: 1165020

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2033
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband