Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar eiga mesta sök á vandræðum evrusvæðisins

evrNú eru æ fleiri að beina sjónum sínum að því að grunnvandi evrusvæðisins stafi frá aðhaldssamri efnahagsstefnu Þjóðverja sem eru enn í hræðslukasti vegna óðaverðbólgu millistríðsáranna. Fyrir vikið eiga Þjóðverjar heimsmet í viðskiptaafgangi og safna miklum eignum á kostnað granna sinna sem verða undir í samkeppninni á útflutningsmarkaði og safna gífurlegum skuldum. Þjóðverjar mega hins vegar ekki heyra minnst á neinar lagfæringar á stöðunni.

Þetta kemur fram í tveimur greinum í Morgunblaðinu í dag. Í annarri þeirra fer blaðamaðurinn Hörður Ægisson yfir helstu sögulegu og hagfræðilegu rökin í málinu. Hann segir meðal annars:

Öllu flóknara getur reynst að átta sig á því að hinar raunverulegu orsakir vandans er að finna í sjálfu myntbandalaginu sem framkallaði gríðarlega skekkju á greiðslujöfnuði milli aðildarríkja evrunnar - og þar ber lánveitandinn (Þýskaland) ekki síður sök en skuldunautarnir (jaðarríki evrunnar). Ekki verður séð að helstu stefnusmiðir evrusvæðisins, fyrst og fremst í Berlín, hafi á þessu mikinn skilning. Þess í stað hefur nánast allur kostnaður af því að leiðrétta  hið djúpstæða ójafnvægi á evrópska myntbandalaginu verið borinn á herðum jaðarríkjanna með umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum. Afleiðingarnar hafa verið fyrirsjáanlegar.

Karl Blöndal blaðamaður Morgunblaðsins skrifar einnig fréttaskýringu um hliðstætt efni í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að vaxandi vilji sé fyrir því að Þjóðverjar beisli útflutning sinn. Þýskir útflytjendur bergðist hins vegar hart við öllu slíku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 183
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 2552
  • Frá upphafi: 1165180

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 2180
  • Gestir í dag: 149
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband