Leita í fréttum mbl.is

Frosthrím hægir á efnahagslífi evrulandanna

Hagstjórnendur á evrusvæðinu hafa verulegar áhyggjur af of lítilli verðbólgu þessa dagana. Þess vegna lækkaði Seðlabanki Evrópu stýrivexti sína í dag í 0,25 prósent. Þótt það komi ekki fram í fréttinni þá er hin hliðin á málinu sú að það er of mikill hægagangur í atvinnulífi í álfunni og allt of mikið atvinnuleysi þar af leiðandi.

Of lítil verðbólga er á vissan hátt afleiðing af hagstjórn Seðlabanka Evrópu, sem hefur litið á það sem sitt meginhlutverk að halda verðbólgunni í skefjum. Þeir hagstjórnartilburðir, ásamt þeirri klípu sem milliríkjaviðskipti evrulandanna eru í vegna evrusamstarfsins, ásamt skuldabasli á jaðarsvæðunum, eru helstu ástæður þess að vélar atvinnulífs á svæðinu snúast of hægt. Seðlabanki Evrópu er að reyna að þíða frostið af tannhjólum atvinnulífsins þótt hann segi það varla upphátt.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig til tekst næstu misserin.


mbl.is Stýrivextir Evrópska seðlabankans í 0,25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 256
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 1616
  • Frá upphafi: 1161584

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband