Leita í fréttum mbl.is

Evrufræði - lexía númer eitt

MerkelLexía númer eitt í evrufræðum er sú að á hinu sameiginlega gjaldmiðilssvæði evrunnar hefur Þýskaland orðið ofan á. Þar hefur verið lítil verðbólga, gott verð á útfluttum afurðum Þjóðverja, mikil atvinna, mikill viðskiptaafgangur, Þjóðverjar safna miklum eignum og hafa lánað stórfé til ýmissa annarra evrulanda sem safnað hafa skuldum til að geta keypt afurðirnar af Þjóðverjum.

Þessu fylgir svo að pólitísk völd Þjóðverja eru úr öllu samhengi við yfirlýsta stefnu um jafnræði ríkjanna í Evrópusambandinu. Ofsahræðsla Þjóðverja við verðbólgu hefur ráðið því að Seðlabanki Evrópu var gerður sjálfstæðari en Seðlabanki Þýskalands og hefur það sem sitt markmið númer eitt, tvö og þrjú að halda verðbólgu í lágmarki. Nú er svo komið að eftir áralangar tilraunir til að hemja verðbólguna þá er búið að stíga svo á vaxtabremsuna svo að verðbólga er nánast ekki neitt sem þýðir of litla eftirspurn og viðvarandi atvinnuleysi í Evrópu.

Ofsahræðsla Þjóðverja við verðbólguna, ásamt ýmsu öðru, veldur sem sagt samdrætti í allri álfunni og gífurlegu atvinnuleysi.


mbl.is Útflutningur Þjóðverja í hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 1788
  • Frá upphafi: 1182991

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1572
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband