Leita í fréttum mbl.is

Evrufræði - lexía númer tvö

europeanleadersLexía númer tvö í evrufræðum er sú að núverandi Efnahags- og gjaldmiðilsbandalag Evrópu gengur ekki upp án þess að stofnað verði til miðstýrðs og sameiginlegs ríkisvalds með vald til skattlagningar og opinberra útgjalda. Stofnun Bandaríkja Evrópu er eina leiðin til að bjarga evrunni.

Tilraunin með evruna er langsamlega dýrasta efnahagstilraunin í mannkynssögunni. Hún byggir öðrum þræði á efnahagskenningu Mundells og félaga, en litið var framhjá nauðsynlegum pólitískum þáttum.

Hin pólitíska elíta í Evrópu knúði á um upptöku evrunnar á tæpum forsendum. Þetta var pólitísk aðgerð byggð fremur á pólitískum vilja en efnahagslegum rökum. Það sem gerði útslagið voru sögulegar kringumstæður við fall Járntjaldsins í Evrópu og sameinginu Þýskalands.

Þrátt fyrir að þetta væri fyrst og fremst pólitísk aðgerð gleymdu menn því grundvallaratriði sem til þurfti svo að evran gengi upp. Það var ekki til staðar sterkt og sameinað ríkisvald til að styðja við bakið á evrunni - svona líkt og bandaríska ríkið gerir í Bandaríkjunum - og ríki gera yfirleitt við sína gjaldmiðla.

Evran var þess vegna á brauðfótum frá upphafi - og það var einungis efnahgsbólan á upphafsárum hennar - efnahagsbóla sem átti rætur sínar í Bandaríkjunum - sem gerði það að verkum að evran virtist ganga vel fyrstu árin.

Strax og efnahagserfiðleikar dundu yfir heimsbyggðina komu veikleikar evrunnar í ljós. Þar stendur ekkert sameinað ríkisvald að baki. Sundrungin er mikil á milli einstakra ríkja. Þýska þjóðin kærir sig til dæmis ekkert um að styrkja evruþjóðirnar sem búa við vandræði evrunnar og eru þjakaðar af styrk þýsks efnahagslífs. Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu segir þó Þjóðverja verða að bregðast við og ýmsir stjórnmálamenn og hagfræðingar hafa tekið undir.

Þótt Þjóðverjum gæti tekist að bjarga Evrópu undan þeim vandræðum sem þeir hafa sjálfir að mestu skapað yrði það þó aðeins tímabundinn bati. Eftir stendur meginvandinn sem er evrusamstarfið, mismunandi verðþróun og misskipting viðskipta og auðs.

Aðeins sterkt og sameinað evrópkst ríkisvald getur bjargað Evrópu.

Það væri nú gott fyrir slíkt sterkt og sameinað Evrópskt ríki að geta fengið ódýra orku um kapal frá Íslandi þegar fram í sækir?

Slíkt ríkisvald vilja Bretar ekki sjá og fæst Norðurlöndin.

Og Íslendingar vilja ekki lúta sterku miðstýrðu ríkisvaldi frá Brussel eða Bonn.


mbl.is Frakkland veiki hlekkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 142
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 2511
  • Frá upphafi: 1165139

Annað

  • Innlit í dag: 117
  • Innlit sl. viku: 2140
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband