Leita í fréttum mbl.is

Greenspan segir evruna ekki geta lifað af án sameiningar evruríkja

Nú eru umbrotatímar. Evrutilraunin hefur hafnað úti í mýri og æ fleiri svokallaðir málsmetandi menn halda því fram opinberlega sem menn sögðu aðeins á þröngum og lokuðum fundum áður: Evrunni verður ekki bjargað nema evruríkin sameinist í eitt stórt ríki.

Nú er það Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem heldur því fram að til lengri tíma litið geti evran ekki lifað af nema evruríkin sameinist um að stofna eitt sameiginlegt ríki.

Greenspan segir: „Ég get ekki ímyndað mér að sameiginleg efnahags- og peningastefna 17 ríkja með 17 mismunandi félagsleg kerfi geti gengið upp til lengri tíma.“ Eina leiðin til að bjarga evrunni sé að eitt ríki verði sett á laggirnar. „Evrusvæðið þarf fullan pólitískan samruna með þátttöku annað hvort allra ríkjanna eða kjarnaríkja. Það er eina leiðin til þess hindra það að svæðið liðist ekki í sundur.“

Það eru ekki miklar líkur á því að ríkin á evrusvæðinu sameinist. Frakkar myndu aldrei sætta sig við að deila kjörum með Þjóðverjum og Þjóðverjar myndu aldrei sætta sig við að þurfa að deila kjörum með Ítalíu, Spáni og Grikklandi.

Væru Íslendingar tilbúnir til að taka við fyrirmælum í skattamálum, útgjaldamálum, félagsmálum og heilbrigðismálum frá Brussel?


mbl.is Evran lifir ekki af án eins ríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 268
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 1851
  • Frá upphafi: 1162020

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 1663
  • Gestir í dag: 239
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband