Leita í fréttum mbl.is

Knattspyrna og stjórnmál í ESB - ESB-merkiđ á landsliđstreyjurnar!?

aframislandŢví er oft haldiđ fram ađ ekki eigi ađ blanda íţróttum saman viđ stjórnmál. Ţingmenn ESB hlusta ţó ekki á slíkt. Ţeir hafa mćlst til ţess ađ ESB-fáninn verđi settur á keppnistreyjur íţróttafólks. Íţróttaunnendur eru ţó ekki sama sinnis.

Ţađ var fjallađ nokkuđ um ţetta í fréttum á síđasta ári eftir ađ ESB-ţingmenn samţykktu ályktun í ţá veru ađ ESB-merkiđ ćtti ađ vera á landsliđsbúningum í ţróttafólks, sjá m.a. frétt BBC hér. ESB-stjórnsýslan er mjög ötul viđ ađ merkja sér ýmislegt. Ţađ nćgir ađ ganga um götur í Reykjavík til ađ sjá ţetta. Hvort sem er um ađ rćđa smástyrk til einhverra verkefna eđa sendiráđ ţá skal merki ESB komiđ tryggilega fyrir.

En breskt íţróttafólk og áhugafólk um íţróttir var alls ekki sátt viđ ţessi tilmćli ţingmannanna sem samţykkt voru međ 550 atkvćđum gegn 73. Í međfylgjandi frétt BBC er rćtt viđ talsmann breska íhaldsflokksins í íţróttamálum og kallar hann ţetta ađ ţröngva gervi-samsemd ESB yfir á Breta (á ensku: "The EU cannot impose an artificial European identity on us by forcing our athletes to wear its emblem.")

Ályktun ţingmannanna fól ţó ekki í sér skyldu til ađ merkja landsliđstreyjurnar međ ESB-merkinu heldur ađeins tilmćli. Enda hafa fá íţróttaliđ áhuga á ţví.

Aftur um íţróttir og stjórnmál - eđa kannski öllu heldur íţróttir og efnahagsmál. Í gćr var hér settur inn sakleysislegur pistill um efnahagsástandiđ í Króatíu í tilefni af ţví ađ karlalandsliđ Íslands í knattspyrnu lék mjög mikilvćgan leik viđ landsliđ Króatíu. Allir sem eitthvađ fylgjast međ íţróttum vita ađ Króatar hafa veriđ mjög framarlega í knattspyrnu ađ undanförnu og í ýmsum öđrum íţróttagreinum. Af ţessu tilefni ţótti pistlahöfundi tćkifćri til ađ skođa ađeins efnahagsástandiđ í Króatíu og greina frá nokkrum lykilţáttum eins og ţróun hagvaxtar, framleiđsluverđmćtum á ári á vinnandi mann og atvinnuleysi.

Ţegar Króatía sótti um ađild ađ ESB var ţví haldiđ fram ađ á međan á ađlögunarferlinu stćđi myndi landiđ taka efnahagslegt stökk fram á veginn. En ekkert slíkt gerđist. Ástandiđ hefur ekkert skánađ og atvinnuleysiđ er skelfilegt. Samanburđurinn á landsframleiđslu á mann fór fyrir brjóstiđ á ýmsum og auđvitađ er ţađ löng saga sem skýrir ađ á ţann mćlikvarđa er framleiđslan ţrisvar sinnum meiri hér á landi. En ástandiđ í Króatíu er ekkert einsdćmi fyrir mörg lönd sem hafa veriđ lengur í ESB en Króatar. Efnahagslíf álfunnar er í spennitreyju evrunnar og atvinnuleysiđ er skelfilegt í mörgum löndum. Ţađ er uppundir 30 prósent í Grikklandi og á Spáni og um 50% á stórum svćđum og međal ungs fólks í nokkrum löndum. Ţađ er eins og sumir ESB-sinnar vilji ekki sjá hvađ er ađ gerast í ţessum löndum. Fátćktin breiđist út. Ungt fólk sér ekki fram á ţađ ađ fá vinnu, eins og ein frétt hér á síđunni ber međ sér.

En aftur ađ gleđlegri málum. Strákarnir okkar í fótboltalandsliđinu stóđu sig frábćrlega gegn ţessu geysisterka landsliđi Króata og héldu hreinu ţrátt fyrir ţađ ađ vera einum fćrri nćr allan síđari leikhlutann.

Viđ hljótum öll ađ geta glađst yfir ţví ađ enn er möguleiki á ţví ađ HM-draumurinn rćtist.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 1741
  • Frá upphafi: 1176914

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband