Leita í fréttum mbl.is

Full einhliða umræða í Sprengisandsþætti Bylgjunnar

Kaupmáttur launa hefur aukist hér á landi um  10 prósent á síðustu þremur árum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Kaupmátturinn er orðinn jafnmikill og hann var um áramótin 2005/2006, þ.e. fyrir efnahagsbóluna á árunum 2006-2008 sem engin innistæða var fyrir. Krónan á þátt í því  bæta hag okkar hvað þetta varðar.

Viðmælendur í Sprengisandsþætti Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni í morgun virtust aðeins sjá aðra hlið mála þegar gjaldmiðilsmál voru rædd. Þeir virtust ekki sjá hið gífurlega mikla atvinnuleysi sem fylgir evrunni  og það skrúfstykki sem evruríkin hafa verið í síðustu árin. Peningastefna Seðlabanka Evrópu er orðin verulega umdeild. Atvinnuleysi á svæðinu er 12 prósent að meðaltali en allt upp undir 30% í fáeinum löndum og um 50% meðal ungs fólks. Bankar og ríkissjóðir eru víða í verulegum vanda.

Viðmælendur í þættinum í morgun voru þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þórður Snær Júlíusson og Katrín Ólafsdóttir. Sigríður þingmaður Samfylkingar og Þórður Snær blaðamaður hafa lengi talað fyrir upptöku evrunnar og því ekki að búast við því að þau sæju nema aðra hlið málanna. Katrín lektor og peningastefnunefndarfulltrúi viðurkenndi vissulega sérstöðu hagkerfis Íslands að hluta, en það var ekki mikið rúm í þættinum fyrir að ræða af yfirvegun um kosti og galla evrunnar og krónunnar.

Einhvern tíma voru það skráðar reglur í rekstri útvarps hér á landi að kynnt væru ólík sjónarmið í átakamálum. Ekki verður séð að slíkum reglum sé fylgt nú.

Allir eru sammála um að krónan hefur þrátt fyrir allt hjálpað okkur eftir þá kreppu sem varð hér eftir fjármagnshrunið. Margir eru hins vegar búnir að gleyma því að eftir að Íslendingar tóku öll helstu mál sín í eigin hendur og fóru að skrá gengi íslenskrar krónu þá fór íslensk þjóð úr því að vera ein sú fátækasta í Evrópu í að vera ein sú ríkasta og tekjuhæsta. Evrusinnar gleyma því líka að ef við hefðum verið með evru fyrir bankahrunið er vel líklegt að bankarnir hefðu þanist út álíka mikið eða jafnvel meira – og íslenska ríkið hefði þá verið þvingað af ESB til þess að taka á sig skuldbindingar bankanna og skuldastaða ríkisins orðið margfalt verri fyrir vikið. Það var lán Íslendinga að ríkisstjórn landsins var búin að taka afdrifaríkustu ákvarðanirnar í hruninu, um neyðarlögin, áður en samstarfið við AGS, sem bundið var af skilyrðum ESB, hófst.

Krónan hefur sína kosti og galla. Evran líka. Það þarf að ræða þessi mál frá öllum hliðum. Það verður að gera þær kröfur til stærstu fjölmiðla landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2113
  • Frá upphafi: 1188249

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1922
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband