Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenni á fullveldissamkomu Heimssýnar

JohannaMariaSigmundsdottir
Fjölmenni var á fullveldissamkomu Heimssýnar sem haldin var í dag, 1. desember, í nýju húsnæði samtakanna við Lækjartorg í Reykjavík. Á annað hundrað manns mættu, en boðið var upp á tónlist, ræður og ljóðalestur.
 
Samkoman var með fjölbreytilegu sniði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins (sjá mynd), flutti ræðu við góðar undirtektir. Þá flutti Inga Backman nokkur vinsæl sönglög við harmonikkuundirleik Sigurðar Alfonssonar og Bjarki Karlsson, ljóðskáld, flutti kvæðabálk sinn, Þúsaldarhátt, úr ljóðabókinni Árleysi alda, sem hann hefur nýverið gefið út. Þá flutti Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, ræðu í lokin. Að endingu var svo kraftmikill fjöldasöngur undir leiðsögn Gunnars Guttormssonar.
 
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar, stýrði samkomunni af röggsemi. Boðið var upp á kaffi og meðlæti. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 114
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 1877
  • Frá upphafi: 1186484

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 1644
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband