Leita í fréttum mbl.is

Nær helmingur ungs fólks atvinnulaus á Ítalíu

Atvinnuleysi meðal ungs fólks fer vaxandi á Ítalíu. Svo er spennitreyju evrunnar meðal annars fyrir að þakka. Á einu ári hefur atvinnuleysið hjá unga fólkinu farið úr rúmlega 36% í 41%.
 
Mbl. segir svo frá:  
 
 
Atvinnuleysi á meðal ungmenna á Ítalíu mældist 41,2% í október samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu landsins. Heildaratvinnuleysi í landinu mælist hins vegar 12,5%.

Fram kemur í tilkynningu frá hagstofunni að tölurnar bendi til þess að ástandið fari versnandi fyrir ungt fólk á Ítalíu en atvinnuleysi á meðal þeirra hafi aukist um 0,8% frá því í september. Sé horft til síðasta árs hafi það aukist um 4,7%. Þannig hafi það mælst 36,5% í október 2012.

Þá hefur heildaratvinnuleysið einnig aukist frá því fyrir ári þegar það var 11,1%. Samtals eru um 3,2 milljónir Ítala án atvinnu en voru 2,9 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Ennfremur kemur fram að karlmenn séu líklegri til að hafa vinnu en atvinnuleysi á meðal þeirra er 12% en 13,2% á meðal kvenna. 

mbl.is Vaxandi atvinnuleysi á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 110
  • Sl. sólarhring: 245
  • Sl. viku: 1873
  • Frá upphafi: 1186480

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 1640
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband