Leita í fréttum mbl.is

Aðallögfræðingur Breta hótar að lögsækja ESB fyrir valdarán

Æðsti lögfræðingur Breta hótar að lögsækja Evrópusambandið ef það heldur áfram að soga til sín vald frá aðildarríkjunum. Þetta kom fram á fundi sem hann sótti með lögfræðingum í Brussel. Dæmi um óeðlileg afskipti ESB af málefnum aðildarríkja sem hann nefndi var reglugerð um ílát fyrir ólífuolíu á veitingahúsum.

Lögfræðingur Breta heitir Dominic Grieve. Hann segir að ESB ætti ekki að vera að gefa skipanir af þessu tagi sem aðildarríkin hafa ekki skrifað upp á. Grieve þessi er ekki neinn sérstakur ESB-andstæðingur en er talinn tiltölulega frjálslyndur íhaldsmaður. Hann telur að stofnanir ESB hafi verið að þenja sig yfir allt of vítt svið. Veitingahúsaílátin fyrir ólífuolíuna sé aðeins eitt dæmi, en dæmigert.

EUObserver greinir frá þessu og minnir í leiðinni á nýlega könnun þar sem fram kemur að aðeins um fjórðungur Breta telji Evrópusambandið vera af hinu góða. Cameron forsætisráðherra Breta er nú í heimsókn í Kína, en hann hefur lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB ef hann sigrar í kosningunum árið 2015. Í heimsókninni hefur hann mælt með verslunarfrelsi gagnvart Kína, en ráðandi öfl í ESB hafa verið fremur treg í taumi í þeim efnum og segjast óttast samkeppnina við vörur frá Kína.

Nánar um þetta í frétt EUObserver

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 249
  • Sl. sólarhring: 416
  • Sl. viku: 2729
  • Frá upphafi: 1164936

Annað

  • Innlit í dag: 214
  • Innlit sl. viku: 2343
  • Gestir í dag: 200
  • IP-tölur í dag: 199

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband