Leita í fréttum mbl.is

ESB slítur viðræðum við Íslendinga

jonb
Framkvæmdastjórn ESB hefur tekið ákvörðun um að segja upp IPA-styrkjum til Íslendinga. Þar með hefur framkvæmdastjórnin í raun hafnað aðildarumsókn Íslendinga. Þar með er staðfest að svokallaðir IPA-styrkir voru aldrei annað en fé til að stuðla að aðlögun Íslands að ESB meðan á umsóknarferlinu stóð eins og Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra og fleiri hafa haldið fram. Styrkirnir voru aðeins hugsaðir til að undirbúa inngöngu í ESB.
 
Þetta er mjög stórt skref hjá ESB og þungur áfellisdómur yfir þeim sem héldu öðru fram en að styrkirnir væru til þess hugsaðir að undirbúa inngöngu Íslands í ESB. Eftir að núverandi ríkisstjórn setti aðildarumsókn á bið er ljóst að framkvæmdastjórn ESB telur aðlögunarferlinu sjálfhætt. Þess vegna verða styrkgreiðslur stöðvaðar. ESB hefur þannig í raun frumkvæði að því að slíta viðræðum við Íslendinga.
 
-Þetta er algjör vendipunktur í ferlinu,- segir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar í samtali við tíðindamann Heimssýnar.
 
Nánari frásögn af málinu er í meðfylgjandi frétt á mbl.is. 

mbl.is Hættir við einhliða og án fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 192
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 2672
  • Frá upphafi: 1164879

Annað

  • Innlit í dag: 165
  • Innlit sl. viku: 2294
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband