Leita í fréttum mbl.is

IPA-styrkirnir voru til að smyrja okkur inn í ESB

Fyrst vildu ESB-sinnar ekki viðurkenna að IPA-styrking væri til að móta okkur fyrir inngöngu í ESB. Nú viðurkenna flestir hin augljósu tengsl þar á milli. ESB- og evru-sinnar vildu heldur ekki lengi vel viðurkenna viðskiptaójafnvægið á milli evrulandanna, ekki fyrr en vandinn var orðinn öllum augljós og óyfirstíganlegur.

Nú viðurkenna allir að evrusamstarfið hefur gefið Þjóðverjum forskot í samkeppni við nágrannana, einkum í suðri.

Í skýrslum ESB eru staðreyndir oft ekki viðurkenndar fyrr en þær eru orðnar að gjörsamlega óleysanlegum vanda. Á göngum ESB-stofnana er bannað að ræða um þær staðreyndir sem flestum fræðimönnum eru ljósar. Það þekkja þingmenn okkar sem heimsótt hafa ESB-stofnanir.

Á svipaðan hátt hefur ESB-elítan reynt að stýra umræðunni hér á landi. Hún viðurkennir oft ekki staðreyndir, eins og um IPA-styrkina, fyrr en þær eru orðnar öllum ljósar.

Nú liggur beinast við, eins og Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar, segir í meðfylgjandi frétt að „ríkisstjórn og Alþingi klári málið og afturkalli umsóknina, enda var þjóðin aldrei spurð að því hvort hún vildi ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er ekki eftir neinu að bíða.“


mbl.is Umsóknin í raun send til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 389
  • Sl. sólarhring: 399
  • Sl. viku: 2152
  • Frá upphafi: 1186759

Annað

  • Innlit í dag: 352
  • Innlit sl. viku: 1897
  • Gestir í dag: 325
  • IP-tölur í dag: 319

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband