Leita í fréttum mbl.is

Vestnorræna ráðið fordæmir refsiaðgerðir ESB gegn Færeyingum og Íslendingum

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins mótmælti og fordæmdi harðlega hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Færeyjum og Íslandi vegna makrílveiða landanna og ákvörðun ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyjum vegna síldveiða, á sameiginlegum fundi forsætisnefndarinnar og Evrópuþingsins, sem fram fór í Strassborg nýlega.

 

Þetta kemur fram í mbl.is í dag.

Þar segir ennfremur: 

 

Fundinn sátu fyrir hönd Vestnorræna ráðsins alþingismaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir formaður og lögþingsmaðurinn Bill Justinussen varaformaður, en auk þeirra sátu fundinn fulltrúar Evópuþingsins, þau Pat ‘the Cope’ Gallagher formaður, Paul Rübig, Catherine Stihler og Indrek Tarand, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Ráðið lagði áherslu á að það sé ósátt við aðferðir ESB, sem séu óþolandi í alþjóðasamskiptum. Ráðið mótmælti ennfremur að ESB skuli í krafti stærðar sinnar og afls kjósa að gera hótanir í garð friðsamra granna sinna að lið í samningaferli.

Þetta gerist þrátt fyrir að bent hafi verið á, þar á meðal af norskum sjávarlíffræðingi, að svo mikil stofnstækkun makríls í kjölfar loftslagsbreytinga undanfarinna ára kunni að valda umhverfisvanda í hafinu. Forsætisnefndin ítrekar að ósætti sé með aðilum og að þeir þurfi að semja um ágreininginn en láta vera að hóta hvor öðrum.

„Forsætisnefndin undirstrikaði það við sendinefnd Evrópuþingsins, að fyrri aðgerðir ESB hefðu haft mikil áhrif í vestnorrænu löndunum, eins og þegar ESB lagði innflutningsbann við selafurðum“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir og bendir á að það hefði haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir hinar smáu selveiðibyggðir á Grænlandi.

Á fundinum kom fram að ESB telur sig í fullum rétti til þess að beita refsiaðgerðum þegar þjóðir fylgdu ekki meginreglunni um sjálfbærni, en eining var jafnframt um að það væri mjög brýnt, að ágreiningsmál væru leyst á diplómatískan hátt fremur en með hótunum.

Samkvæmt Unni Brá var á fundi Vestnorræna ráðsins og fulltrúa Evrópuþingsins jafnframt rætt um hval- og selveiðar vestnorrænu þjóðanna, endurskoðun sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, áhrif loftslagsbreytinga, nýjar siglingaleiðir á Norður-Atlantshafi og öryggismál sæfarenda.

Vestnorræna ráðið er formlegur samstarfsvettvangur Lögþings Færeyja, grænlenska þingsins Inatsisartut og Alþings Íslendinga. Forsætisnefnd ráðsins á árlegan fund með fulltrúum Evrópuþingsins til þess að ræða málefni svæðisins,“ segir í tilkynningu. 


mbl.is Fordæma refsiaðgerðir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 352
  • Sl. sólarhring: 356
  • Sl. viku: 2154
  • Frá upphafi: 1186133

Annað

  • Innlit í dag: 295
  • Innlit sl. viku: 1869
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband