Leita í fréttum mbl.is

Framleiðsla á mann hér um 15% meiri en að meðaltali í Evrópu

Þrátt fyrir fjarlægð frá mörkuðum, dreifða byggð og fámennið hér á landi er framleiðsla á mann með því mesta í heiminum. Framleiðsla á mann er að meðaltali um 15% meiri en í Evrópu.

VB.is segir svo frá:

 

Árið 2012 var verg landsframleiðsla (VLF) á mann í Lúxemborg, mælt á jafnvirðisgengi, tvisvar sinnum hærri en meðal landsframleiðslan á mann í Evrópu.

Sker landið sig talsvert mikið úr hvað varðar landsframleiðsluna, en í næstu sætum á eftir má finna Noreg, þar sem VLF á mann mældist 95% hærri en í Evrópu að meðaltali, og Sviss þar sem hún var tæplega 60% hærri en í öðrum löndum Evrópu. Samkvæmt útreikningum Eurostat var landsframleiðsla á mann á Íslandi í fyrra um 15% hærri en meðaltal Evrópulandanna segir til um, sem er óbreytt niðurstaða frá því í fyrra og árið 2010.

Ísland er þvi í 11. sæti á lista yfir mestu landsframleiðsluna á mann í Evrópu, og deilir sætinu með Finnlandi. Svíþjóð og Danmörk deila sjöunda sætinu á listanum, þar sem framleiðsla á mann mælist rúmlega fjórðungi hærri en að meðaltali á mann í Evrópu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið talið hér um framleiðslu á mann á Íslandi

 Okkur tókst ekki að semja um eitthvert heimsmarkaðsverð á raforku vegna  álvers á Bakka og raforku til gagnavers.

 Það væri forvitnilegt að vita hvaða áhrif  það hefði haft á framleiðslu á mann á Íslandi, ef þessi fyrirtæki hefðu komið til Íslands.

 Forvitnilegt er að vita hvaða áhrif það hefur á framleiðslu á mann, að við sköpum rafmagn og hita til heimila og fyrirtækja á mjög lágu verði.

 Þarna er ég að velta fyrir mér hvernig þessi framleiðslutala á mann er reiknuð.

 Ef við hækkuðum orkuverð  um helming, teldist það framleiðsluaukning?

 Erum við að reka fólkið frá Ríkisútvarpinu og hinum ýmsu fyrirtækjum, vegna þess að við vanræktum grunnframleiðslutekjurnar.

 Það þarf framleiðslu og þjónust sem er verðmæti til að hafa nóg handa öllum.

 Ef of fáir framleiða vörur og þjónustu er ekki til nóg handa öllum.

 Margir á Íslandi hafa hamast við að halda okkur fátækum, og nú segjum við upp fólkinu , vegna þess að það vantar fleiri verstöðvar.

 Verstöðvar eru, atvinnufyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu til nota, eða til útflutnings, sem skapar gjaldeyri.

 Egilsstaðir, 21.12.2013 Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 09:38

2 Smámynd:   Heimssýn

Þetta er áhugaverð umræða hjá Jónasi. Tiltölulega hagkvæm orkuframleiðsla hér á landi eykur getu fyrirtækja til að framleiða afurðir á hagkvæmu verði, hvort sem það er ál eða eitthvað annað. Aðföngin í álframleiðsluna eru að öðru leyti meiri og dýrari en í fiskafurðir, svo dæmi sé tekið, sem skýrir gífurlegt mikilvægi fiskveiða fyrir Ísland. Annars er framleiðsla á mann reiknuð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum og er einfaldlega reiknað heildar markaðsvirði allrar framleiðslu (vöru og þjónustu) á heilu ári deilt með mannfjöldanum (hér þarf að hafa í huga viðbótarverðmætið sem skapast við framleiðsluna innanlands - t.d. þarf að draga innflutninginn frá). Hagstofan reiknar þessar stærðir hér á landi. Með því að gúggla fannst einnig þessi skilgreining á landsframleiðslu:

Landsframleiðsla er samtala þeirra

verðmæta sem ráðstafað er til endanlegra nota,

það er til neyslu, fjárfestingar eða útflutnings en að

frádregnum inn­flutningi á vöru og þjónustu.

Þessi slilgreining byggir á svokallaðri ráðstöfunaraðferð - þ.e. hún gengur út frá því hvernig viðbótarverðmætunum við framleiðsluna er ráðstafað; sem sagt til neyslu, fjárfestingar eða útflutnings - en innflutningur er dreginn frá.

Heimssýn, 21.12.2013 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 2398
  • Frá upphafi: 1165026

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 2038
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband