Leita í fréttum mbl.is

Kjarninn og ESB

Jólablað Kjarnans, vefrits sem hóf göngu sína á árinu, vekur nokkra athygli. Talsverð vinna liggur í blaðinu sem endranær, en óvíst er með dreifingu nema þegar aðrir miðlar vekja sérstaka athygli á efni eins og Eyjan.is gerir nú. Að þessu sinni sér Eyjan.is ástæðu til að vekja athygli á ESB-skoðunum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra.

Þótt það kenni margra grasa í blaðinu fer ekki hjá því að lesendur velti því fyrir sér að hve miklu leyti skoðanir ritstjórans hafa að segja þegar kemur að umfjöllun um ESB-málin. Hann sá ástæðu til að láta fyrrverandi aðstoðarmann utanríkisráðherra Samfylkingarinnar skrifa sérstaklega um ESB-málin. Ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, var einarður fylgismaður ESB-aðildar og evru-upptöku á meðan hann ritstýrði efnahagsfréttum í Fréttablaðinu svo ekki kemur á óvart að hann skuli vilja halda uppteknum hætti.

Það er annars um ummæli Þorgerðar Katrínar að segja að hún virðist ekki vilja skilja þær samþykktir sem flokkur hennar og Framsóknarflokkurinn gerðu á landsfundi og flokksþingi: Að Ísland ætti ekki heima í ESB og best væri að gera hlé á viðræðum.  Þessi afstaða var tekin upp í ríkisstjórnarsáttmálanum. 

Þegar svo er háttað, að þjóðin er á móti aðild, stjórnarflokkarnir eru á móti aðild og þeir og meirihluti Alþingis vilja ekki halda áfram viðræðum, þá er engin ástæða til að halda áfram viðræðum né að láta kjósa um þær. Stjórnarsamþykktin segir að viðræður verði ekki teknar upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er öryggisákvæði, til þess gert að ekki verði farið í viðræður aftur án þess að leitað verði til þjóðarinnar fyrst. Þetta vill hvorki Þorgerður Katrín né aðrir fylgjendur ESB-aðildar skilja.

Þeir halda að umsókn um aðild, sem rann út í sandinn í tíð ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar, hafi verið til að kíkja í pakkann. Þessir fylgjendur þykjast ekki gera sér grein fyrir því að pakkinn er ESB í heild sinni eins og það er. Pakkinn liggur því þegar fyrir opinn og aðgengilegur öllum sem vilja skoða.  

Þessir fylgjendur ESB-aðildar halda líka að það sé leið til að þoka málinu áfram að, þrátt fyrir að þjóðin sé stöðugt á móti aðild, þá sé hægt að breyta því með því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum - vitandi að það eru væntanlega fleiri sem eru til að að "kíkja í pakkann" fyrir misskilning - en þeir sem vilja gerast aðilar að ESB.

Þessir klækjatilburðir ESB-aðildarsinna verða varla taldir skynsamlegir né heiðarlegir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Heimssýn er þröngsýnismenn og konur. Staðreyndin er að ESB aðild mundi leysa mörg vandamál íslendinga efnahagslega. Þó mundi ESB aðildin ekki leysa það vandamál sem fellst í klíkuskap, heimsku og almennri skammsýni margra íslendinga sem sjá ekki lengra en fram í næstu viku oft á tíðum.

Andstaða við Evrópusambandið er einnig stórmerkileg í sjálfu sér. Þar sem að Evrópusambandinu er ætla að tryggja frið og hagsæld í Evrópu. Það má því færa að því rök að fólkið í Heimssýn vilji hvorki hagsæld eða frið á Íslandi eða í Evrópu.

Fólkið í Heimssýn kýs hinsvegar höft, spillingu og verðbólgu á Íslandi frekar en lága verðbólgu og stöðugleika. Allt sem mundi gagnast almenningi á Íslandi hvað mest og mun betra en þessar skammtímalausnir sem ESB andstæðingar hafa verið að koma með undanfarið í ríkisstjórn Íslands.

Síðan er það hlægilegt að sjá Heimssýn saka stuðningsmenn ESB aðildar Íslands um óheillindi. Sérstaklega í ljósi þess að Heimssýnar fólk er bæði hraðlygið, óheiðarlegt og hefur alltaf verið það og skammast sín ekkert fyrir slíka hegðun.

Jón Frímann Jónsson, 26.12.2013 kl. 20:23

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

"viðræður verði ekki teknar upp nema að undangengnum viðræðum"

ha ha ha...kannski öryggisákvæði um orðhengilshátt?

Ég treysti Þorgerði Katríni fullkomlega í þessu enda er hún vel sjóðuð í pólitíkinni en það er annað með ómerkinga frá Heimsýn sem reyna matreiða þjóðina með lygum og þvættingi.

Friðrik Friðriksson, 26.12.2013 kl. 22:21

3 Smámynd:   Heimssýn

Við þökkum þér fyrir ábendinguna, Friðrik. Vitaskuld átti að standa þarna að viðræður yrði ekki teknar upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skýrðist náttúrulega af samhenginu.

Svo minnum við eins og áður fólk á að sýna hófsemd í skrifum.

Heimssýn, 26.12.2013 kl. 23:16

4 identicon

Þau öfl sem vilja spillingu, vörslu sérhagsmuna, stöðuga verðbólgu, skammtímalausnir og lágt gengi hafa fengið að ráða hér síðustu áratugi.  Aldrei á þeim tíma höfum við lifað við stöðugt verðlag eða gengi né neitt af því sem stjórnmálamenn skreyta sig gjarnan með fyrir kosningar. 

Þeir kaflar sem andstæðingar EU vilja ekki að séu opnaðir eða kláraðir eru um sjávarútveginn og landbúnaðinn.  Kemur illilega fram sérhagsmunagærlsan.  Með því að klára ekki þau mál er hægt að nota þau líkt og Grýlu til að rægja EU.  Það er aftur á móti ekkert sem bendir til að EU setji okkur upp við vegg og taki ekki tillit til okkar sérhagsmuna.  Með því að klára ekki viðræður og ganga inn í EU erum við að halda við óbreyttu kerfi sem heldur öllu niðri hér á landi og er að valda því að flest fyrirtæki sem eru að framleiða fyrir erlenda markaði eru að huga að því að fara úr landi.  Hér er ekki hægt að starfa með ónýta mynt. 

Þegar búin að sjá á eftir nokkrum fyrirtækjum og sá flótti á bara eftir að aukast.  Slíkt verður aldrei Íslandi til framdráttar.  Öll þau skref sem Ísland hefur tekið í átt að auknum fríðindum svo em innganga í NATO, EFTA, Norðurlandasamstarf og síðast EES samningurinn hafa verið framfaraskref fyrir land og þjóð.  Semja við EU og innganga í EU og upptaka nothæfrar myntar yrði land og þjóð einnig mikið framfaraskref og líklega það stærsta sem við getum tekið.  Við erum Evrópuþjóð, lifum við svipað stjórnarfar og verslum mest við EU.  Ekkert kemur í staðinn fyrir EU.

Magnús Ólafsson (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 1794
  • Frá upphafi: 1182997

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband