Leita í fréttum mbl.is

Lettar vilja ekki sjá evruna - en verða samt

Þjóðir Evrópu eru ekkert sérstaklega hrifnar af evrunni. Það er vegna þess að evran hefur valdið gífurlegum vanda víða í Evrópu. Meirihluti Letta vill nú ekki taka upp evru en þeir verða að gera það samt vegna tíu ára gamalla samninga við ESB.

Eins og fram kemur í fréttinni hafa Lettar þurft að taka á sig launalækkanir til þess að geta tekið upp þennan gjaldmiðil sem þeir vilja helst ekkert hafa með að gera. 


mbl.is Meirihluti Letta vill ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eru þeir ekki vinir Íslendinga. Þetta er mesta óvirðing sem sumir geta fengið en samt skil ég þá vel enda vil ég ekki evruna.

Valdimar Samúelsson, 27.12.2013 kl. 16:53

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Lettar verða ánægðir þegar á reynir að verða komnir með evruna. Þetta er bara öfund og gremja í Heimssýn sem hérna kemur fram.

Enda eru bara litlir kallar og kellingar í Heimssýn.

Jón Frímann Jónsson, 27.12.2013 kl. 19:01

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Frímann. Færð þú borgað fyrir áróður þinn fyrir ESB. Hefir þú tekið eftir því hve blindur þú ert. Hugsaðu þér að þú værir grænlendingur og vildir gefa Evrópu öll auðæfi Grænlands í skiptum fyrir 100.000 blaðsíður af lögum. Gerðu þetta fyrir okkur. Byrjaðu að hugsa.

Valdimar Samúelsson, 27.12.2013 kl. 19:41

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Valdimar, Hvað borga LÍÚ og Bændasamtök Íslands þér mikið fyrir að halda uppi einangrunaráróðri og áróðri gegn Evrópu á internetinu?

Jón Frímann Jónsson, 27.12.2013 kl. 22:26

5 identicon

Ein spurning til ofur einangrunarsinnans Jón Frímanns Jónssonar.

Ef íslenska þjóðin yrði nógu vitlaus til að samþykkja innlimun í ESB, á hverju á þjóðin þá að lifa, eftir að 200 mílna fiskveiðilögsagan okkar hefur verið opnuð fyrir fiskveiðum annarra þjóða ESB? 

Það segir sig sjálft að það er ekki nóg til skiptana svo á hverju eigum við að lifa? Styrkjum frá ESB? 

Vitrænt svar óskast

Sumarliði (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 490
  • Sl. viku: 2667
  • Frá upphafi: 1164874

Annað

  • Innlit í dag: 160
  • Innlit sl. viku: 2289
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband