Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð skilgreinir tvo ólíka hópa í ESB-umræðunni

Sigmundur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á athyglisverðar staðreyndir í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Hann sagði að það væru aðallega tveir hópar að ræða ESB-málin á Íslandi í dag. Það væru andstæðingar aðildar að ESB og svo væru það svokallaðir viðræðusinnar, sem enn vilja kíkja í pakkann. Aðildarsinnar væru ekki fyrirferðarmiklir.

Í viðtalinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins sem verður endurtekið í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld sagði Sigmundur að helsta baráttumál viðæðusinna væri að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna sem nú hafa verið stöðvaðar. Slíkt væri ákaflega fjalægt í ljósi þess að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild og að báðir stjórnarflokkarnir, sem unnu mikinn sigur í síðustu kosningum, væru á móti aðild. Nær væri að spyrja hreint út um hvort fólk vildi að Ísland gerðist aðili að ESB - og slíkt hefði raunar átt að gera áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fór af stað með umsóknar- og aðlögunarferlið á síðasta kjörtímabili þótt Vinstri grænir væru á móti aðild að sambandinu.  

Þegar Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi mun það fljótlega taka til umræðu skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um ESB og aðlögunarferlið. Ekki er búist við neinum nýjum stórtíðindum í þeirri skýrslu. Áður hafa verið skrifaðar skýrslur um sams konar efni og nú síðast viðamikil skýrsla Seðlabanka Íslands upp á einar 700 blaðsíður eða þar um bil. Þar mátti finna kafla um óhagkvæmni þess að Ísland gerðist aðili að evusvæðinu. Síðan hefur fátt nýtt gerst annað en það að gallar evrusamstarfsins hafa komið æ betur í ljós en afleiðingar þess hafa verið gífurleg misskipting gæða meðal þjóða evrusvæðisins, mikið atvinnuleysi og frost í efnahagsmálum. Auk þess má búast við að nýjar fréttir verði í skýrslunni um þróun og stöðu ESB í átt að miðstýrðu stórríki og um þróun og stöðu viðræðna við ESB.

Sigmundur sagði í viðtalinu í hádeginu að það væri athyglisvert að lítið færi fyrir umræðu hér á landi um þróun ESB og breytingar á eðli þess eftir að umsókn var lögð fram árið 2009.

Þeir sem misstu af hádegisfréttunum geta fylgst með þessari umræðu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Stuðningur við að ljúka ESB-viðræðum eykst bara á milli kannanna, þessir svokallaðir viðræðusinnar eins og Sigmundur kýs að kalla vill fá niðurstöðu í aðildarviðræður og taka svo afstöðu til þeirra.

Friðrik Friðriksson, 12.1.2014 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 1997
  • Frá upphafi: 1182761

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1741
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband