Leita í fréttum mbl.is

Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll þekkja ekki stefnu ríkisstjórnar í ESB-málum


Katrinjak
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar þykjast ekki þekkja stefnu Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks í ESB-málum. Báðir flokkar hafa engan áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslu. Útúrsnúningar Katrínar eða Árna Páls breyta engu um það.
 
Staðreynd málsins er sú að æðstu samkomur beggja flokka samþykktu sömu stefnu í ESB-málum. Niðurstaðan var sú að það þjóni ekki hagsmunum Íslendinga að gerast aðilar að ESB. Jafnfamt kom skýrt fram í samþykktum beggja flokka að ef svo færi að halda ætti viðræðum áfram, þvert á stefnu flokkanna, þá yrði það alls ekki gert nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama stefna er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
 
Það var ekkert loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Árni Páll hefur lengi haldið fram. Það kemur hins vegar á óvart að jafn grandvar stjórnmálamaður og Katrín Jakobsdóttir skuli nú taka undir þessa firru. Sjálf vildi hún vissulega fara þessa leið í tíð fyrri ríkisstjórnar en fékk því ekki ráðið fyrir Birni Val og félögum. 
 
Það væri nær að Katrín sýndi kjósendum VG þann sóma að hún fylgdi stefnu síns flokks sem er sú að halda Íslandi utan ESB. Það eykur ekki veg Katrínar eða VG að gerast hlaupagikkur fyrir Árna Pál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ESB er stækkuð mynd af jarðarhnattar-einangrunar-Íslandinu.

Meðan stjórnsýslan á Íslandi virðir hvorki gildandi stjórnarskrá, (æðstu landslögin), né gildandi EES-lög/reglur, þá er ekkert vit í að senda heimavinnuna til ESB í Brussel.

Þeir nenna örugglega ekki að vinna heimavinnuna fyrir einhver siðspillt banka/lífeyrissjóðs-ríki, þessar karlrembur í æðstustrumpadeildinni í Brussel. Og skiljanlega! Angela Merkel er eina konan í þeirri æðstustrumpa-hillu. Það vantar þó ekki auglýsingaáróðurinn frá þessum ofurvel völdu æðstu-flottræfils-karlrembum þar, um hversu "gífurlega" kvenréttinda-sinnað þetta ESB-æðstastrumps-bandalag á víst að heita?

Það er eitt og annað sem ekki passar í þessari gróðasteypu karlanna þarna í Brussel sælunnar okurdýru?

Það hlýtur að vera hlutverk jafnréttissinna, að skýra þetta út fyrir almenningi, á mannamáli heiðvirtra borgara?

Eða hvað?

Ég ætla ekki að sleppa þeim við að vera svo væn og jafn-heiðarleg, að útskýra sannleikann, eins og hann raunverulega er.

"Með", og á "móti", snýst um raunverulega sannleikann. Hvorki meira né minna. Það er of margt enn í undirheimum spillingar, í kringum þennan heita þöggunar-graut!

Ég minni á að Ísland er nú þegar í Evrópu. Spurningin snýst ekki um það!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2014 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 321
  • Sl. viku: 1983
  • Frá upphafi: 1182747

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1727
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband