Leita í fréttum mbl.is

Svokallaðir viðræðusinnar eru margir hverjir úlfar í sauðagæru

Það er náttúrulega alveg rétt hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins í dag að svokallaðir viðræðusinnar eru ekkert annað en úlfar í sauðagæru aðlögunarsinna. Þeir sem vilja viðræður við ESB eru, meðvitað eða ómeðvitað, að kalla eftir því að frekari aðlögun að ýmsum reglum og fyrirkomulagi ESB haldi hér áfram - jafnvel þótt það yrði síðan óþarfi ef aðildarsamingi yrði hafnað.

Það er líka merkilegt að aðildar- og aðlögunarsinnar berjast nú eins og þeir eigi lífið að leysa fyrir þeim skilningi að stjórnarflokkarnir hafi haft þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna á stefnuskrá sinni - þegar allir sem kunna að lesa geta séð að stefna ríkisstjórnar og stjórnarflokkanna er að halda Íslandi utan við ESB og stöðva viðræður.

Færi hins vegar svo ólíklega að halda ætti viðræðum áfram yrði það ekki undir nokkrum kringumstæðum gert öðru vísi en með því að láta þjóðina ákveða það.

Ummælin og stefnan um þjóðaratkvæði eru því til þess að tryggja að það verði ekki farið út í illa ígrundaðar viðræður eina ferðina enn án þess að þjóðin yrði spurð.

En þar sem hvorki ríkisstjórnin né stjórnarflokkarnir hafa áhuga á viðræðum eða aðild - og þjóðin er á móti aðild - þá ætti ekki að þurfa að vera að ræða þetta.

Samfylkingin heldur samt fast í hálmstráið um þjóðaratkvæðagreiðslu - jafnvel þótt hún hafi aldrei viljað heyra minnst á þjóðaratkvæði fyrr.

Þeir lesendur sem ekki eru sannfærðir eru hvattir til að fara á heimasíður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og skoða samþykktir þeirra um ESB-málin. Jafnframt eru þeir hvattir til að skoða stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það sleppur enginn flokkur við að útskýra nákvæmlega hvað er í gangi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2014 kl. 18:40

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Skondið að reyna að afgreiða meiri hluta þjóðarinnar, sem og helstu samtök atvinnulífs og vinnumarkaðar sem úlfa í sauðagæru... það er eins og einhver sé að fara á taugum

Haraldur Rafn Ingvason, 13.1.2014 kl. 18:52

3 Smámynd: rhansen

það er nákvæmlega ekkert i gangi nema i Samfylkingunni sem er að reyna halda ser á lifi ,með þessari Lönguvitleysu :( ....og þar eru úlfrnir lika flestir ,enda eru þeir að fara á taugum !!

rhansen, 13.1.2014 kl. 20:53

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Alveg merkilegt líka hvernig RÚV sem á að vera útvarp allra landsmanna leggst stöðugt á sveif með þessum svokölluðu ESB viðræðusinnum.

Enn og aftur gera þeir úlfalda úr mýflugu og tala alltaf eins og Árni Páll og co það er að það sé einhver yfirlýst stefna stjórnarflokkanna að vilja einhverja sérstaka þjóðaratkvæða greiðslu um áframhald þessara viðræðna. Það er alveg óþolandi makalaust hvað RÚV lætur misnota sig endalaust í þágu þessa ESB trúboðs.

Gunnlaugur I., 13.1.2014 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 256
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 2613
  • Frá upphafi: 1182663

Annað

  • Innlit í dag: 229
  • Innlit sl. viku: 2286
  • Gestir í dag: 214
  • IP-tölur í dag: 212

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband