Leita í fréttum mbl.is

Það verður aldrei sátt um ESB - hvergi

Það er rétt hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra að það verður seint sátt um Evrópusambandið. Þrátt fyrir að þjóðir hafi verið í því í áratugi eru skoðanir mjög skiptar og deilur harðar. Það nægir að vísa til Bretlands í þeim efnum, en sams konar staða er þó víðast hvar.

Skoðanakannanir benda til að jafnvel í ESB-ríkjum með evru er stór hluti þjóða hverju sinni sem vill hvorki sjá evruna né vera í ESB.

Svo voru menn að tala um að gera ESB að Bandaríkjum Evrópu!

Hversu margir Bandaríkjamenn skyldu vilja losna við dollarann og kljúfa Bandaríkin upp í einingar sínar?

Það er því alveg rétt hjá Gunnari Braga að ESB er og verður deilumál hvort sem þjóðir ganga í það eða ekki.

Það má því segja að ESB sé algjört ófriðarbandalag. 


mbl.is ESB er og verður deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Samkvæmt þessum tveim könnunum hérna. Þá ríkir mikil sátt meðal almennings um Evrópusambandið.

Könnun vor 2013.

Könnun haust 2013.

Báðar kannanir eru fengnar héðan.

Það er auðvitað að Evrópuandstæðingar á Íslandi séu uggandi yfir þessum staðreyndum. Enda hafa dómsdagsspár þeirra reynst vera tóm vitleysa og rugl.

Aðrar fullyrðingar Evrópuandstæðinga á Íslandi eru á svipuðu róli. Tóm þvæla sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann.

Evrópusambandið verður aldrei að Bandaríkjum Evrópu. Slíkt eru bara draumar ákveðins fólks í Evrópu, sem verða aldrei að veruleika. Þar sem engin pólitískur vilji er til slíks. Það er hinsvegar hentugt að nota slíkt í málflutning eins og þann sem Heimssýn stundar á Íslandi (í boði LÍÚ).

Jón Frímann Jónsson, 15.1.2014 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 217
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 2699
  • Frá upphafi: 1182074

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 2362
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband