Leita í fréttum mbl.is

Frjálst vöruflæði í ESB?

Markmiðið með evrópska efnahagssvæðinu er að stuðla að frjálsu flæði fólks, fjármagns, vöru og þjónustu. Árangurinn og afleiðingar af þessari stefnumörkun er með öðrum hætti en ætla mætti. 

Í fyrsta lagi hindrar evrópska samstarfið vöruflutninga frá öðrum svæðum eins og meðfylgjandi frétt ber með sér.

Í öðru lagi sýna rannsóknir að fólksflutningar innan svæðisins eru sorglega litlir vegna tungumálahindrana.

Í þriðja lagi vitum við að frjálst flæði fjármagns og frelsi banka, og þar með talið íslenskra, gerðu útþenslu þeirra og gífurlega skuldasöfnun mögulega.

Fyrir vikið varð fjármálakreppan illvígari hér á landi.

Það er ekki allt sem sýnist í e-landinu  .... 

 


mbl.is Tollar og reglur ESB í veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er einkennandi við þá sem vilja sem reisa sem flesta veggi í Heimssýn, sem er í raun ekkert annað en hópur sérhagsmunaafla og mjög þröngsýns fólks sem skortir alla framtíðarsýn og er í raun hrætt við allar framfarir og breytingar.

Innan Evrópusambandsins er frjálst flæði á vörum eins og Heimssýn er vel kunnugt um. Engir tollar og aðeins borgaður virðisauki af þeim vörum sem keyptur er.

Þetta er ólíkt því sem er að finna á Íslandi. Þar sem tollmúrar eru til staðar á sumum vörum og innflutningur á vörum er hafður þannig að vöruverð hækkar stöðugt vegna stöðugt hækkandi gjalda og tolla  íslenska ríkisins.

Það er mjög skiljanlegt að Heimssýn kunni vel við sig í tollmúrum og höftum. Enda er félagið stofnað í þeim eina tilgangi til þess að viðhalda einokunarkerfinu á Íslandi og helst gera það verra með endalausri þröngsýni og heimsku.

Jón Frímann Jónsson, 15.1.2014 kl. 02:47

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón það er rétt hjá þér með tollanna hér og lausnin þar var að lækka þá en við erum einangruð frá öðrum þjóðum vegna ESB/EES reglanna. Ég get ekki séð annað en að ESB sinnar séu einangrunarsinnar í fullri merkingu.

Valdimar Samúelsson, 15.1.2014 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2492
  • Frá upphafi: 1181597

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2193
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband