Leita í fréttum mbl.is

Evrópa á barmi efnahagslegs hengiflugs

eurobroken

Evrópa er á barmi hengiflugs mikillar efnahagskreppu. Atvinnuleysi  í Evrópu er enn í hæstu hæðum, eykst meðal ungmenna í álfunni og er nú 41,6% á Ítalíu. Fátækt eykst þar verulega og forseti landsins varar við félagslegum ófriði í landinu vegna þess.  

Um þetta fjallar höfundurinn Michael Snyder á erlendri vefsíðu nýverið. Hann segir að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi í Grikklandi verði innan skamms 32%, en það hefur verið nálægt 25% að undanförnu. Þá fari opinberar skuldir á Ítalíu í 140 prósent miðað við landsframleiðslu og í Grikklandi verði skuldirnar 200 prósent miðað við landsframleiðslu. Það myndi þrengja enn frekar að starfsemi hins opinbera í þessum löndum. Ástandið fari nú versnandi í nokkrum stærstu hagkerfum álfunnar eins og Ítalíu, Frakklandi og Spáni - og svo séu þýskir stórbankar í vandræðum vegna mikilla skulda.

Þessi höfundur dregur upp mjög dökka mynd af ástandinu. Grunntölur hans virðast þó nokkuð réttar. Hann segir að Evrópa standi frammi fyrir efnahagslegri martröð og ástandið eigi aðeins eftir að vernsa. Það er, segir hann, erfitt að koma orðum að þeirri örvæntingu sem verkamenn víðs vegar um Evrópu finna fyrir núna. Ef þú getur ekki fætt fjölskyldu þína og ekki fengið vinnu sama hversu mikið þú reynir þá hlýtur það að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sálarlífið, segir þessi höfundur.

Við vitum að ástandið hefur víða verið svart í Evrópu. En við skulum vona að það eigi ekki eftir að versna jafn mikið og hér er lýst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 79
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 2683
  • Frá upphafi: 1182267

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 2357
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband