Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll þekkir ekki fyrirheit ríkisstjórnarinnar

Árni Páll heldur því fram að ríkisstjórnin hafi gefið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreislu um aðildarviðræður við ESB. Það er undarlegt að forystumaður stjórnmálaflokks á þingi, þ.e. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hafi ekki kynnt sér þau fyrirheit sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Eina fyrirheitið um þessi mál þar er að vera á móti aðild að ESB og hætta aðildarviðræðum. Við það hefur ríkisstjórnin staðið.

En Árni Páll rembist eins og rjúpan við staurinn við mistúlka fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eins og meðfylgjandi frétt á Eyjunni.is sýnir.

Það er ekki nema von að fylgið hafi hrunið af Samfylkingunni fyrir kosningar og haldi sig enn víðsfjarri þegar forystumenn flokksins eru ekki betur upplýstir en þetta.

Eiga kjósendur og stuðningsmenn Samfylkingar ekki rétt á því að forystumenn þeirra segi satt og rétt frá? Umræða ríkisstjórnar um þjóðaratkvæðagreiðslu er varnagli ef svo ólíklega færi að pólitískur vilji myndaðist fyrir því að halda viðræðum áfram.

Fyrst ríkisstjórnin er á móti aðild, þær hafa verið stöðvaðar og þingmenn telja best að hætta þessu - þá er engin ástæða til að vera með svona ruglumræðu eins og formaður Samfylkingar hefur aftur og aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 41
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 2398
  • Frá upphafi: 1182448

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 2096
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband