Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur Bjarnason hefur lesið stjórnarsáttmálann og viðurkennir að ESB-draumurinn er búinn

Það er greinilegt að Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er búinn að átta sig á því að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stendur að stöðva skuli viðræðurnar og að ríkisstjórnin er á móti aðild að ESB. Vilhjálmur veit líka að textinn um þjóðaratkvæðagreiðslu er varnagli ef svo ólíklega færi að vilji væri til þess meðal kjörinna þingfulltrúa að halda áfram með viðræður við ESB.

Þótt Vilhjálmur hafi áhuga á frekari viðræðum veit hann að niðurstaðan af lýðræðislegu ferli, sem samanstendur af landsfundum Sjálfstæðisflokks, flokksþingi Framsóknarflokks, þingkosningum og samstarfssamningi flokkanna, er sú að stöðva viðræðurnar vegna þess að æðstu samkundur flokkanna eru á móti aðild að ESB.

Vilhjálmur er greindur maður, eins og alþjóð veit eftir frækilega framgöngu hans í spuringakeppnum ríkissjónvarpsins, - og þótt hann sé stundum stífur á meiningunni veit hann að þetta er nú búið spil hjá ESB-aðildarsinnum - og best að fara að snúa sér að einhverju öðru og uppbyggilegra.

 


mbl.is „Miklu betra að slíta viðræðunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáum við þá ekki ódýra kjúklinga?

GB (IP-tala skráð) 17.1.2014 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 387
  • Sl. sólarhring: 442
  • Sl. viku: 1970
  • Frá upphafi: 1162139

Annað

  • Innlit í dag: 351
  • Innlit sl. viku: 1766
  • Gestir í dag: 324
  • IP-tölur í dag: 324

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband