Leita í fréttum mbl.is

Embættismenn ESB í naflaskoðun vegna afstöðu Íslendinga

Hvað er ESB orðið ef fámenn þjóð með framúrskarandi lýðræðisskipulag, en gjaldeyrishöft, vill ekki ganga í ESB? Þurfum við þá ekki að skoða hvað er að ESB? Þannig spyrja ESB-þingmenn í dag.

Ofangreint kemur fram á visir.is í dag. Þar segir einnig: 

Efasemdir Íslands um ESB-aðild og ákvörðun um að gera hlé á aðildarviðræðunum varpar slæmu ljósi á sambandið og ætti að vera ástæða til naflaskoðunar. Þetta sögðu nokkrir Evrópuþingmenn þegar framvinduskýrslan um aðildarviðræðurnar var rædd í Strassborg á miðvikudag. 

Stefan Füle stækkunarstjóri kynnti skýrsluna og stöðu viðræðnanna og sagði að ferlinu væri ekki lokið frá sjónarhorni ESB.

Í umræðum var viðhorf þingmanna til aðildar Íslands almennt jákvætt. Írinn Pat the Cope Gallagher, sem hefur farið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýna framferði Íslands í makríldeilunni, sagðist gjarna vilja sjá Ísland í hópi aðildarríkja og hvatti alla aðila til þess að ná samningum sem fyrst, til að binda enda á þessa „langvinnu og óþörfu“ deilu.

Eistinn Indrek Tarand talaði fyrir Græningja og sagði að sú staðreynd að Íslendingar væru hikandi í afstöðu sinni til aðildar segði ekki minna um ESB en Ísland. “

Þingkona frá Finnlandi og þingmaður frá Króatíu sögðu meðal annars að staðan græfi undan trú á ESB og stækkunarferlið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ætli íslendingar almennt hafi ekki meir en nóg með að skilja og naflaskoða sitt eigið siðferðis-hugarfar?

Það þarf vissulega stjórnsýla í ESB-höfuðstöðvum/útibúum líka að setjast yfir í sínum eiginhagsmuna-hugleiðingum og ó-ábyrga stjórnsýslu-hring. Eða hvað?

Það er heimur fyrir utan íslenska stjórnsýslu-valdamenn, og það er heimur fyrir utan ESB-stjórnsýslu-valdamenn. Eða hvað?

Það komið að því að stjórnsýsla vítt og breitt um heiminn, vinni fyrir almennings-mannúðar-hagsmuni, en ekki sérhagsmunaklíkur bankanna.

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.1.2014 kl. 18:48

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Að sjálfsögðu vill Írinn Pat the Cope Gallagher, fá Ísland sem fyrst í ESB svo hægt sé að binda hendur okkar sem fyrst fyrir utan 12 mílurnar. Þeim manni finnst án efa djöfullegt að við höfum, meðan við erum utan ESB samkvæmt hafréttarsáttmálum og alþjóðasamningum, full yfirráð yfir öllum þeim fiski sem syndir innan okkar 200 mílna landhelgi.

Kolbeinn Pálsson, 17.1.2014 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 332
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2095
  • Frá upphafi: 1186702

Annað

  • Innlit í dag: 298
  • Innlit sl. viku: 1843
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 270

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband