Leita í fréttum mbl.is

Sigrún Magnúsdóttir útskýrir ESB-málin fyrir þingmanni Samfylkingar

Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, útskýrði í morgun stöðu ESB-mála fyrir Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, í morgunþætti Ríkissjónvarpsins. Þjóðin er á móti ESB-aðild, þingið er á móti ESB-aðild og ríkisstjórnin er á móti ESB-aðild. Ákvæði um þjóðaratkvæði er varnagli ef einhverjum skyldi detta í hug að halda viðræðum áfram. En þar sem enginn áhugi er á aðild þá er engin ástæða til að vera að halda viðræðum áfram, hvað þá að láta fara að kjósa um það. 

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, reynir samt hvað hann getur að halda lífi í þeirri hjákátlegu hugmynd að láta þjóðina fara að kjósa um það nú hvort halda eigi viðræðum áfram.

Sigrún benti á að það séu brýnni verkefni sem takast þurfi á við þessa stundina. Þjóðin þarf á því að halda að tekist sé á við þau verkefni sem við blasa en tíma og fjármunum sé ekki eytt í gagnslausar umræður og viðræður sem ekkert kemur út úr. 


mbl.is Ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Páll var nú frábær í RUV um daginn

Ef þjóðaratkvæðagreiðslan snérist í staðinn um hvort Íslendingar vildu ganga í ESB

og svarið væri JÁ (alltaf bjartsýnn það má ÁPÁ eiga)

þá væru Íslendingar búnir að tapa samningsstöðunni gagnvart ESB?????

Grímur (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 14:34

2 identicon

Þetta er hreinasta hunda-lógík hjá kellingunni. Arrogant útúrsnúningar.

Ég minnist þess ekki að framsjallarnir hafi sagt fyrir kosningar; ef við fáum að ráða verður engin þjóðaratkvæðisgreiðsla varðandi EBS.

Ætla innbyggjarar að láta traðka svona á rétti sínum og það af hrunflokkunum?

Engin furða þótt að ungt fólk, með eða án menntunar, íhugi að flytja til útlanda og leyfa gömlum skörfum að "græða og grilla" í friði.

Líklega það eina rétta. Hver vill ala upp börn í svona bananalýðveldi?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 168
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1672
  • Frá upphafi: 1160337

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 1461
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband