Leita í fréttum mbl.is

Tækifæri ESB-umsóknar var á síðasta kjörtímabili og það er nú liðið

Tækifærið fyrir ESB-aðildarsinna til að koma Íslandi í Evrópusambandið var á síðasta kjörtímabili. Í upphafi þess var samþykkt að sækja um aðild með fyrirheitum um að viðræður tækju ekki nema eitt til tvö ár. Niðurstaðan var sú að fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hrökk frá hálfkláruðu verki áður en kjörtímabilið var á enda.

Síðasta ríkisstjórn hefði átt að hafa alla burði til að klára málið. Hún fór af stað án þess að spyrja þjóðina og án þess að annar stjórnarflokkurinn væri fylgjandi aðild að ESB. Þetta kunni náttúrulega ekki góðri lukku að stýra. 

Nú hamast aðildarsinnar, þeir sem ekki máttu heyra minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir fjórum árum, sem óðir fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna.  

Það voru haldnar hér kosningar fyrir tæpu ári. Þá unnu þeir flokkar sem vildu stöðva viðræður við ESB og sá flokkur sem helst hafði barist fyrir aðild beið algjört afhroð.

Kannanir sýna að um 60% þjóðarinnar er á móti aðild, þingið er á móti aðild og ríkisstjórnin er á móti aðild. Ríkisstjórnin hefur stöðvað viðræðurnar.

Hvers vegna í ósköpunum dettur aðildarsinnum í hug nú að krefjast þess að haldin verði sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla til þess að fá þjóðina til að greiða atkvæði um það hvort halda eigi viðræðum áfram. 

Jú - ástæðan er sú að þetta er eina hálmstráið sem aðildarsinnar eiga til þess að halda lífi í umræðunni.

Þeir líta hins vegar algjörlega fram hjá því að það ákvæði sem er í stjórnarsáttmála, kosningastefnuskrám og lýðræðislegum samþykktum stjórnarflokka um þjóðaratkvæði er varnagli til þess gerður að það verði aldrei farið í viðræður á nýjan leik án þess að þjóðin verði spurð fyrst.

En fyrst enginn er fylgjandi aðild - þá ætti ekki að vera nein þörf á því að ræða þetta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 71
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 2006
  • Frá upphafi: 1184413

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 1727
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband